Samþykkt hefur verið að kaupa sessur í skólabíla Flóahrepps fyrir alla nemendur í 1. – 2. bekk Flóaskóla en það er gert til að auka öryggi yngsu nemendanna á leið sinni í og úr skóla.
Skólabílstjórar, skólastjóri, oddviti og formaður fræðslunefndar stilltu sér upp til myndatöku til að fagna þessum áfanga í bættum öryggismálum grunnskólabarna Flóaskóla.
Á myndinni eru frá vinstri:
Sigurður Ingi Sigurðsson skólabílstjóri, Aðalsteinn Sveinsson oddviti, Guðmundur Freyr Sveinsson skólastjóri, Guðmundur Sigurðsson skólabílstjóri, Kristján Einarsson skólabílstjóri, Guðrún Jónsdóttir skólabílstjóri, Sigurður Ólafsson skólabílstjóri, Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri og Elín Höskuldsdóttir formaður fræðslunefndar.