Fundargerð 120. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 3. október 2012
Fundartími: 20:00 – 23:45
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson, varaoddviti
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Svanhvít Hermannsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Á fundi liggur frammi Fasteignamat 2013, ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011, Ríkisbúskapurinn 2013-2016, árbók sveitarfélaga 2012 og skólaskýrsla 2012.
Gestur fundarins er María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri Árnesþings og Alma Anna Oddsdóttir, fulltrúi Velferðarnefndar Árnesþings.
Dagskrá:
María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri Árnesþings mætir á fundinn og gerir grein fyrir málefnum fatlaðra.
Einnig mætti Alma Anna Oddsdóttir á fundinn.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Tekin fyrir fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 51 dags. 20. september 2012. Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 23, aðalskipulagsbreytingu í landi Bitru-þjónustusvæði við Skeiðavegamót (lýsing) nr. 24, deiliskipulag í landi Egilsstaða, land nr. 196514 (Egilsstaðatjörn), nr. 25, deiliskipulag í landi Langholts 2 og 3 og nr. 26, deiliskipulag í landi Litlu-Reykja.
Varðandi lið nr. 25 þá liggja fyrir upplýsingar frá landeiganda um að gerðar verði nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögu til að koma til móts við innsendar athugasemdir á lýsingu deiliskipulagsins. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breytingu deiliskipulags.
Að öðru leyti staðfestir sveitarstjórn afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Lögð fram afgreiðsla byggingarfulltrúa nr. 85 dags. 29. ágúst 2012. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 21, íbúðarhús í landi Ferjunes 2 og staðfestir afgreiðslu.
Einnig lögð fram afgreiðsla byggingarfulltrúa nr. 86 dags. 19. september 2012. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 25, íbúðarhús í landi Eystri-Hella II og staðfestir afgreiðslu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 í landi Stóra- og Litla-Ármóts
Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og skv. gildandi skipulagi eru um 4 ha frístundasvæði og 7 ha landbúnaðarsvæði sem breytist í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 16. ágúst 2012, samhliða deiliskipulagi svæðisins, með athugasemdafresti til 28. september. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda aðalskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hilda Pálmadóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
c) Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóða í landi Stóra- og Litla-Ármóts
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarlóða í landi Stóra og Litla Ármóts. Skipulagið nær til um 10,6 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsalóðum fyrir allt að 250 fm íbúðarhús og bílskúr og allt að 300 fm hesthús/skemmu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 16. ágúst 2012, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins, með athugasemdafresti til 28. september. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hilda Pálmadóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Flóahrepps 2012. Breytingar gera ráð fyrir aukningu á útgjöldum, 8.000.000 kr. og aukningu á tekjum, 36.000.000 kr. Breytingum verður mætt með breytingu á eigin fé Flóahrepps.
Sveitarstjórn fjallar um undirbúning fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013 og samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2013 verði 14,48%.
Einnig er samþykkt að óska eftir tillögum að fjárhagsáætlun fyrir Krakkaborg og Flóaskóla hjá fræðslunefnd, tillögum að viðhaldsframkvæmdum húseigna sveitarfélagsins hjá umsjónarmanni fasteigna, tillögum að rekstrarkostnaði félagsheimilanna hjá rekstarstjórn félagsheimila og tillögum að rekstri félagsmiðstöðvar hjá æskulýðs- og tómstundanefnd.
Tillögur þurfa að berast fyrir 19. október n.k.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að þjóðaratkvæðagreiðsla sem fram fer 20. október 2012 verði í Félagslundi fyrir kjósendur í Flóahreppi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga dags. 7. september 2012 þar sem fram kemur að kennsla Tónlistarskólans hafi aukist um 1,5 klst. frá fyrra ári.
Einnig er spurt hvort auka megi kennslu enn frekar.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreint erindi en óskar eftir þessum upplýsingum í upphafi hvers skólaárs framvegis.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin til annarar umræðu, endurskoðun gatnagerðargjalda í Flóahreppi.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á greiddum hundraðshluta byggingarkostnaðar pr/m2 í vísitöluhúsi eins og hann er hverju sinni samkvæmt eftirfarandi:
Verður Var
Einbýlishús með eða án bílgeymslu 8,0 % 15,0%
Parhús með eða án bílgeymslu 7,5 % 12,0%
Raðhús með eða án bílgeymslu 7,0 % 10,0%
Húsnæði fyrir verslun og þjónustu og annað húsnæði 3,5 % 6,5%
Iðnaðarhúsnæði 3,0 % 6,5%
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram tilboð frá Eflu hf dags. 10. maí 2012 í forhönnun og gerð kostnaðaráætlunar á fjarskiptakerfi fyrir Flóahrepp.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög, 65. mál.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar nr. 119 dags. 5. september 2012 lögð fram.
b) Fræðslunefndar Flóahrepps
Fundargerð fræðslunefndar dags. 20. september 2012 lögð fram.
Liður 2, kaup á 35 sessum til afnota fyrir yngstu börnin í skólabílunum. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa 35 sessur að höfðu samráði við skólabílstjóra sveitarfélagsins.
Liður 3, loft- og hljóðgæði í smíðastofu og heimilisfræðistofu í Flóaskóla. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir tillögum að úrbótum og kostnaðaráætlun vegna þeirra.
Liður 4 d, kaup á rafmagnseldavél í stað gaseldavélar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Velferðarnefndar Árnesþings
Lagðar fram til kynningar 9. og 10. fundargerðir Velferðarnefndar Árnesþings dags. 9. maí og 5. september 2012 ásamt ársskýrslu Velferðarþjónustu Árnesþings 2011.
a) 458. og 459. fundir SASS dags. 14. september og 21. september 2012
b) 141. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 13. september 2012
c) 309. og 310. fundir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 5. september og 10. september 2012
d) 143. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 31. ágúst 2012
e) Rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi dags. 17. september 2012
f) Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 22. ágúst 2012
g) Gjaldskrá 2013 vegna nemenda í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags
h) Viðmiðunarreglur vegna greiðslna fyrir námsvist í grunnskóla í öðrum sveitarfélögum frá Dalvíkurbyggð
i) Erindi frá Worldwidefriends dags. 18. september 2012
j) Lóð við Flóaskóla
k) Erindi frá Velferðarvaktinni dags. 22. ágúst 2012
a) Minnisblað um húsnæðismál leikskólans í Flóahreppi
Lagt fram minnisblað oddvita vegna húsnæðismála leikskólans í Flóahreppi.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við fræðslunefnd að hún komi með tillögu að aðila til að taka út faglega starfssemi leik-og grunnskóla miðað við annars vegar að hafa leikskólann áfram í Þingborg og hins vegar að færa leikskólann í Flóaskóla.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna rekstarleyfis í Gistihúsinu Bitru.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, beiðni um umsögn á frumvarpi til náttúruverndarlaga
Lögð fram beiðni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 3. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn vegna frumvarps til náttúruverndarlaga .
Sveitarstjórn tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. september 2012.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
d) Skýrsla um sameiningu SASS og AÞS
Lögð fram til kynningars, skýrsla um sameiningu SASS og AÞS dags. 31. ágúst 2012.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:45