Haustfundur kvenfélags Hraungerðishrepps var haldinn 9. október í Vatnsholti þar sem konur gæddu sér á súpu og áttu saman skemmtilegt kvöld.
Laugardaginn 20. október hittust svo nokkrar konur í Þingborg til að sauma dúka sem leigðir eru út í veislur. Helgina 28. – 30. september fóru konur í hina árlegu sumarbústaðaferð í Krókatún í Landssveit sem var vel heppnuð. Tveir úlltrúar úr félaginu sátu þing Kvenfálgasambands Íslands þar sem meðal annars var kjörinn nýr forseti, Una María Óskarsdóttir. Á döfinni er heimakvöldvaka og herbergiskvöld. Konur eru velkomnar að sitja fund og gerast félaga í skemmtilegum félagsskap.
Bryndís Snorradóttir