Sunnudaginn 26. ágúst var haldið upp á 100 ára afmæli Villingaholtskirkju. Hátíðarmessa var flutt í kirkjunni þar sem prestar kirkjunnar, þeir sr. Óskar H. Óskarsson og sr. Kristinn Á. Friðfinnsson þjónuðu fyrir altari. Sr. Kristján V. Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti flutti hátiðarpredikun. Kór Hraungerðisprestakalls söng undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista og Hermundur Guðsteinsson söng einsöng.
Að hátíðarmessu lokinni bauð kvenfélag Villingaholtshrepps kirkjugestum til kaffisamsætis í Þjórsárveri. Kvenfélagskonur settu hátíðlegan svip á samkomuna en nokkrar þeirra klæddust upphlut eða peysufötum.
Kirkjunni bárust margar veglegar gjafir sem afhentar voru við þetta tækifæri.
Myndir frá athöfninni má sjá í myndasafni.