Sunnudaginn 19. ágúst s.l. var haldið upp á 5 ára afmæli safnsins Tré og list í Forsæti, Flóahreppi.
Það voru eigendur safnins, Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir ásamt fjölskyldu sem stóðu fyrir mikilli menningarveislu í tilefni dagsins.
Meðal atriða á afmælishátíðinni voru píanótónleikar Jónasar Ingimundarsonarvar, einsöngur Páls Rúnars Pálssonar frá Heiði í Mýrdal og samspil Maríu Weiss og Ólafs Sigurjónssonar á fiðlu og píanó.
Myndir frá afmælishátíðinni sem Þórbergur Hrafn Ólafsson tók, má sjá hér.