• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 1. ágúst 2012

Fundur sveitarstjórnar 1. ágúst 2012

1. ágúst 2012
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

 

 

Fundargerð 118. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps

 

 

Fundarstaður:          Þingborg        

Fundardagur:           Miðvikudagur 1. ágúst 2012

Fundartími:               20:00 – 22:20

Fundarmenn:            Aðalsteinn Sveinsson, oddviti

                                          Árni Eiríksson, varaoddviti

                                          Elín Höskuldsdóttir

                                          Hilda Pálmadóttir

                                          Svanhvít Hermannsdóttir

                                         Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri

 

Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.

 

Dagskrá:

  1. Skipulagsmál

a)      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps

Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 49 dags. 25. júlí 2012.

Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 2, nr. 33, nr. 34 og nr. 35 og staðfestir afgreiðslu nefndar.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

b)     Fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 25. júlí 2012.

Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.

c)      Erindi vegna þjónustumiðstöðvar í landi Bitru

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. júlí 2012 þar sem óskað er eftir því að breyting á aðalskipulagi í landi Bitru verði skipt í tvö mál, annars vegar vegna þjónustumiðstöðvar við Skeiðavegamót og hins vegar vegna búgarðabyggðar.  Með erindi fylgir minnisblað og tölvupóstur frá Vegagerðinni vegna viðræðna á makaskipti á landi Vegagerðar og landi Bitru við Skeiðavegamót. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir lýsingu á breytingu aðalskipulags vegna þjónustumiðstöðvar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að samkomulag náist milli Vegagerðar og landeiganda um makaskipti á landi.

Fyrir fundi liggja einnig umsagnir Heilbrigðiseftirlits vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir búgarðabyggð í landi Bitru við Skeiðavegamót.  Málinu frestað.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. júlí 2012 um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.

Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Sambandsins.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Brandshús 5

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa íbúð í eigu sveitarfélagsins, Brandshús 5, til sölu.

Samþykkt með 5 tilboðum.

  1. Trúnaðarmál
  2. Erindi varðandi framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs      fólks

Lagður fram tölvupóstur frá Velferðarráðuneyti dags. 4. júlí 2012 þar sem óskað er eftir tengilið vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.

Málinu vísað til Velferðarnefndar Árnesþings.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Erindi varðandi staðarval fyrir nýjan urðunarstað

Lagt fram til kynningar erindi dags. 18. júlí 2012 frá SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands varðandi staðarval fyrir nýjan urðunarstað.

Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.

  1. Fundargerðir

a)      Sveitarstjórnar Flóahrepps

Fundargerð 117. fundar sveitarstjórnar lögð fram.

  1. Til kynningar:      

a)      Erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 6. júlí 2012 um nýsköpun í opinberum rekstri

  1. Önnur mál:

a)      Trúnaðarmál

b)     Þjónustusvæði fatlaðra á Suðurlandi

Sveitarstjórn ræðir um skort á upplýsingum vegna sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um málefni fatlaðra.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:20

 

                                   Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)

                                   Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)

                                   Elín Höskuldsdóttir (sign)

                                   Hilda Pálmadóttir (sign)

                                   Svanhvít Hermannsdóttir (sign)

                                   Margrét Sigurðardóttir (sign)

 

 

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð