Fundargerð 118. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 1. ágúst 2012
Fundartími: 20:00 – 22:20
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson, varaoddviti
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Svanhvít Hermannsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 49 dags. 25. júlí 2012.
Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 2, nr. 33, nr. 34 og nr. 35 og staðfestir afgreiðslu nefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 25. júlí 2012.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
c) Erindi vegna þjónustumiðstöðvar í landi Bitru
Lagður fram tölvupóstur dags. 11. júlí 2012 þar sem óskað er eftir því að breyting á aðalskipulagi í landi Bitru verði skipt í tvö mál, annars vegar vegna þjónustumiðstöðvar við Skeiðavegamót og hins vegar vegna búgarðabyggðar. Með erindi fylgir minnisblað og tölvupóstur frá Vegagerðinni vegna viðræðna á makaskipti á landi Vegagerðar og landi Bitru við Skeiðavegamót. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir lýsingu á breytingu aðalskipulags vegna þjónustumiðstöðvar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að samkomulag náist milli Vegagerðar og landeiganda um makaskipti á landi.
Fyrir fundi liggja einnig umsagnir Heilbrigðiseftirlits vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir búgarðabyggð í landi Bitru við Skeiðavegamót. Málinu frestað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. júlí 2012 um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.
Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Sambandsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa íbúð í eigu sveitarfélagsins, Brandshús 5, til sölu.
Samþykkt með 5 tilboðum.
Lagður fram tölvupóstur frá Velferðarráðuneyti dags. 4. júlí 2012 þar sem óskað er eftir tengilið vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.
Málinu vísað til Velferðarnefndar Árnesþings.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar erindi dags. 18. júlí 2012 frá SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands varðandi staðarval fyrir nýjan urðunarstað.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð 117. fundar sveitarstjórnar lögð fram.
a) Erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 6. júlí 2012 um nýsköpun í opinberum rekstri
a) Trúnaðarmál
b) Þjónustusvæði fatlaðra á Suðurlandi
Sveitarstjórn ræðir um skort á upplýsingum vegna sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um málefni fatlaðra.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:20
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)