• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Auglýsingar og tilkynningar
  • Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál

16. ágúst 2012
Flokkar
  • Auglýsingar og tilkynningar
Stikkorð

Í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi: 

  1. 1.        Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Stækkun á athafnasvæði fyrir dælustöð.

Í breytingunni felst að núverandi athafnasvæði utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað að reisa dælustöð sem myndi þjóna starfsemi Bláskógaveitu. Athafnasvæðið fer inn á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir.

  1. 2.        Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á svæði í landi Stóra- og Litla-Ármóts í Flóahreppi. Íbúðarsvæði í stað landbúnaðar- og frístundasvæðis. 

Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og skv. gildandi skipulagi eru um 4 ha frístundasvæði og 7 ha landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að breyta svæðinu í íbúðarsvæði fyrir um 10 lóðir þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús, geymslu/gestahús og skemmu. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 

Þegar vinna hefst við gerð deiliskipulags skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi verkefni: 

  1. 3.        Deiliskipulag fyrir Langholt 2 (lnr 166249) og Langholt 3 (lnr. 166248) í Flóahreppi. 

Lögð fram til kynningar lýsing á deiliskipulagi fyrir Langholt 2 lnr. 166249 og 3 lnr. 166248 í Flóahreppi. Deiliskipulagið nær til tveggja jarða. Jörðin Langholt 3 sem er um 1,3 ha að stærð og tvær spildur úr Langholti 2 sem eru annars vegar um 1,5 ha og hins vegar 19 ha að stærð. Fyrirhugað er að byggja þar hótel/gistiaðstöðu, skemmu, reiðhöll, frístundahús og 2 gestahús.

 

Áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi

  1. 4.        Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli (lnr. 212210) úr landi Kjóastaða í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að deiliskipulag yfir um 33 ha svæði (lnr. 212210) sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Skeiða- og Hrunamannavegi og sem fyrirhugað er að nýta til hrossaræktar og uppgræðslu/garðyrkju. Innan svæðisins eru tveir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og útihús og annar byggingarreitur fyrir sameiginlegt útihús.

  1. 5.        Deiliskipulag fyrir fjallaselið Þverbrekknamúli í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið í Þverbrekknamúla. Deiliskipulagssvæðið nær til 0,7 ha svæðis og rúmar núverandi byggingar og fyrirhugaðar viðbætur. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka skálann þannig að hann verði samtals 70 fm að stærð auk þess sem gert er ráð fyrir nýju 10 fm salernishúsi, allt að 30 fm skálavarðarhúsi og 3 fm vetrarkamar.

  1. 6.        Deiliskipulag fyrir fjallasel í Þjófadölum í Bláskógabyggð..

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið í Þjófadölum. Deiliskipulagssvæðið nær til 1 ha svæðis og nær til núverandi skála, kamars og fyrirhugaðs salernishúss. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að viðhalda og endurbyggja nýverandi skála, útbúa nýtt 10 fm salernishús og vera með 3 fm vetrarkamar. Þá er einnig gert ráð fyrir að borað verði fyrir vatni í grennd við skálann til þess að leiða í söfnunartank og þaðan í salernishús.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. 7.        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti í Bláskógabyggð. Stækkun á lóð Bláskógaveitu.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti sem nær yfir sundlaug, Aratungu og skólasvæði. Í breytingunni felst að lóð Bláskógaveitu stækkar úr 1.500 fm í um 3.600 fm til norðurs. Ástæða stækkunar er að fyrirhugað er að reisa nýja dælustöð á lóðinni. Heimilt verður að reisa hús á tveimur hæðum sem verður allt að 200 fm að stærð með 8 m mænishæð. Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða samsvarandi breytingu á aðalskipulagi svæðisins.

 

  1. 8.        Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða úr landi Grafar í Bláskógabyggð (lnr. 167806).

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Grafar lnr. 167806 sem er 23.000 fm að stærð þar sem gert er ráð fyrir að skipta henni í tvær spildur, annars vegar 12.600 fm lóð nefnda Efra-Sel og hins vegar 10.400 lóð nefnda Ársel. Gert er ráð fyrir allt að 250 fm húsi að grunnfleti á hvorri lóð og að heimilt verði að hafa kjallara og/eða svefnloft. Einnig er gert ráð fyrir aukahúsi.

 

  1. 9.        Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóða í landi Stóra- og Litla-Ármóts í Flóahreppi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarlóða í landi Stóra og Litla Ármóta. Skipulagið nær til um 10,6 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsalóðum fyrir allt að 250 fm íbúðarhús og bílskúr og allt að 300 fm hesthús/skemmu. Tillagan að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 

  1. 10.     Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar og golfvallar í landi Haukadals III í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á landi Haukadals III sem felst í að gert er ráð fyrir um 2.900 fm byggingarreit undir allt að 400 fm þjónustuhús ásamt bílastæðum fyrir golfvöllinn sem er á svæðinu.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 og 2 og tillögur 7 til 10 eru í kynningu frá 16. ágúst til 28. september 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 3 til 6 er frá 16. til 22. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 2 og tillögur 7 til 10  þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. september en athugasemdir við tillögur nr. 3 til 6 þurfa að berast í síðasta lagi 22. ágúst 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð