Fundargerð 117. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 4. júlí 2012
Fundartími: 20:00 – 23:10
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, varaoddviti, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 48 dags. 21. júní 2012.
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 21, tillögu að búgarðabyggð og þjónustumiðstöð á jörðinni Bitru við Suðurlandsveg. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu og afla frekari upplýsinga varðandi vatnsvernd sem er innan skipulagssvæðisins.
Sveitarstjórn fjallar einnig um liði nr. 22, nr 23 og nr. 24 og staðfestir afgreiðslu nefndar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslu byggingarfulltrúa nr. 81 dags. 7. júní 2012. Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 5, nr. 6, nr. 37 og nr. 38 og staðfestir afgreiðslu nefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Landsskipti úr landi Kolsholts
Tekin fyrir beiðni dags. 25. júní 2012 um landskipti úr landi Kolsholts 1 og Jaðarkots, um 2,4 ha að stærð.
Fyrir fundi liggur uppdráttur sem sýnir afmörkun landspildunnar.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina sbr. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga og gerir ekki athugasemdir sbr. 13. gr. jarðalaga.
Samþykkt með 4 atkvæðum
Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
c) Svæðisskipulag
Lagt fram erindi frá bæjarráði Árborgar dags. 15. júní 2012 þar sem óskað er eftir því við Flóahrepp og sveitarfélagið Ölfus að hafin verði vinna við svæðisskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu og afla frekari upplýsinga.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn hefur rætt við rekstarstjórn félagsheimila Flóahrepps og sveitarstjóri og oddviti hafa rætt við formenn eigenda félagsheimilisins Þjórsárvers um að ráðinn verði húsvörður við Flóaskóla.
Talað var um að ef húsvörður yrði ráðinn við skólann væri eðlilegt að starfsemi Þjórsárvers færi að mestu leyti undir yfirstjórn skólans í ljósi þess að mötuneyti og íþróttaaðstaða er í húsinu. Meðeigendur hússins, ungmennafélagið Vaka og kvenfélag Villingaholtshrepps hafa þó eftir sem áður aðgengi að Þjórsárveri fyrir æfingar og viðburði í samráði við skólastjóra. Einnig munu íbúar hafa aðgengi að félagsheimilinu með svipuðu sniði og verið hefur.
Sveitarstjórn samþykkir að ráðinn verði húsvörður við Flóaskóla og felur skólastjóra að auglýsa starfið. Sveitarstjórn samþykkir einnig að starf húsvarðar Þjórsárvers verði lagt niður í ljósi ofangreindra skipulagsbreytinga og felur sveitarstjóra að ganga frá starfslokum húsvarðar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að samningi um rekstrarþjónustu fyrir tölvur í Flóaskóla og tilboð í tölvur og skjávarpa fyrir skólann.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og tilboð með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við nemendur 10. bekkjar í Flóaskóla að þeir aðstoði starfsmenn skóla við gæslu í mötuneyti og í frímínútum skólaárið 2012-2013. Samningur við nemendur yrði sambærilegur samningi sem gerður var við nemendur skólaárið 2011-2012.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að fá mat á viðhaldsþörf og kostnaði vegna þess fyrir íbúð sveitarfélagsins, Skólatún. Einnig samþykkt að gert verði kostnaðarmat á mögulegri stækkun hússins.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að kanna möguleika á sölu íbúðar sveitarfélagsins, Brandshúsum 5.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Á fundi sveitarstjórnar 6. júní var kynnt verkefni um ritun sögu jarða í Flóahreppi. Óskað var eftir því að sveitarfélagið tæki að sér að gefa ritið út.
Sveitarstjórn er sammála því að um er að ræða merkar heimildir en telur sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að gefa ritið út. Sveitarstjórn er tilbúin að skoða aðra aðkomu að málinu.
Gauti Gunnarsson tók sæti Svanhvítar Hermannsdóttur sem vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn fjallur um hrossarekstur um og með vegum sveitarfélagsins og hvetur bæði ábúendur og hrossaeigendur til að sýna tillitssemi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 12. júní 2012.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar erindi frá bæjarráði Árborgar dags. 12. júní 2012 þar sem samþykkt er aukaframlag til Flóaáveitunnar fyrir árið 2012.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Veiðifélagi Þjórsár dags. 27. mars 2012 þar sem óskað er eftir styrk til gerðar arðskrár fyrir Þjórsá.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram erindi frá Umhverfisráðuneyti dags. 15. júní og 25. júní 2012 þar sem bent er á að unnt sé koma ábendingum og athugasemdum vegna landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 fyrir 15. ágúst 2012.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar, erindi frá Skipulagsstofnun dags. 31. maí 2012 varðandi enfistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir beiðni frá Aflinu dags. 26. apríl 2012 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir beiðni dags. 26. júní 2012 um styrk til gerðar heimildaþáttar.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerðir 116. fundar sveitarstjórnar dags. 6. júní 2012, 6. vinnufundar sveitarstjórnar Flóahrepps með rekstrarstjórn Flóahrepps dags. 11. júní 2012 og 7. vinnufundar sveitarstjórnar 19. júní 2012 lagðar fram.
Varðandi fundargerð sveitarstjórnar var misritað númer fundargerðar en hún á að vera nr. 116 en ekki nr. 115.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
b) Æskulýðs- og tómstundanefndar Flóahrepps
Fundargerð æskulýðs- og tómstundanefndar dags. 20. júní 2012 lögð fram.
Samþykkt sem bókun með 5 atkvæðum.
a) 215., 216. og 217. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 14. maí, 29. maí og 26. júní 2012.
b) 142. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 1. júní 2012
c) 89. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 15. júní 2012
d) Erindi frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 18. júní 2012
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:10
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Gauti Gunnarsson (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)