Fundargerð 115. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 6. júní 2012
Fundartími: 20:00 – 23:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Árni Eiríksson, varaoddviti, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Gestir fundarins eru Jón Ívarsson og Brynjólfur Ámundason.
Dagskrá:
Jón Ívarsson og Brynjólfur Ámundason kynna vinnu við gerð sögu jarða í Flóahreppi.
Sagan mun meðal annars innihalda landlýsingar og örnefnaskrá ásamt ábúendatali og mannlýsingum jarðanna frá árinu 1703.
Óskað er eftir því að Flóahreppur verði útgefandi þessa rits.
Gestir yfirgefa fund.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 47 dags. 24. maí 2012.
Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 7, nr. 8, nr. 25, nr. 26, nr. 27, nr. 28, nr. 29 og nr. 30 og staðfestir afgreiðslu nefndar.
Sveitarstjórn fjallar einnig um lið nr. 31 í fundargerð um breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á spildu úr landi Litla- og Stóra Ármóts og samþykkir að breytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 5 atkvæðum nema liðir nr. 27 og 31 sem eru samþykktir með 4 atkvæðum. Hilda Pálmadóttir sat hjá.
Einnig lagðar fram fundargerðir afgreiðslu byggingarfulltrúa nr. 79 dags. 25. apríl 2012 og nr. 80 dags. 16. maí 2012.
Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 2 og nr. 19 í fundargerð nr. 79. Sveitarstjórn samþykkir að liður nr. 2, stöðuleyfi fyrir sumarhús, verði grenndarkynntur.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa á lið nr. 19
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 16 í fundargerð nr. 80 og staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Skrifleg kosning um oddvita og varaoddvita 2012-2014 fer fram.
Aðalsteinn Sveinsson var kosinn oddviti með 5 atkvæðum.
Árni Eiríkson var kosinn varaoddviti með 5 atkvæðum.
Kosning oddvita og varaoddvita gildir til loka kjörtímabilsins 2010-2014 sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:
Aðalmenn: Aðalsteinn Sveinsson, Árni Eiríksson og Svanhvít Hermannsdóttir.
Varamenn: Hilda Pálmadóttir, Elín Höskuldsdóttir og Gauti Gunnarsson.
Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
Aðalmenn: Aðalsteinn Sveinsson, Árni Eiríksson og Svanhvít Hermannsdóttir.
Varamenn: Hilda Pálmadóttir, Elín Höskuldsdóttir og Gauti Gunnarsson.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands
Aðalmenn: Aðalsteinn Sveinsson, Árni Eiríksson og Svanhvít Hermannsdóttir.
Varamenn: Hilda Pálmadóttir, Elín Höskuldsdóttir og Gauti Gunnarsson.
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Aðalmenn: Aðalsteinn Sveinsson, Árni Eiríksson og Svanhvít Hermannsdóttir.
Varamenn: Hilda Pálmadóttir, Elín Höskuldsdóttir og Gauti Gunnarsson.
Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands
Aðalmaður: Margrét Sigurðardóttir.
Varamaður: Aðalsteinn Sveinsson.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi um stöðu skólastjóra Flóaskóla við Guðmund Frey Sveinsson.
Fyrir fundi liggur tillaga fræðslunefndar um að ráða Guðmund sem skólastjóra.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Guðmund Frey sbr. fyrirliggjandi drög frá 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram tilboð frá Eflu dags. 10. maí 2012 í gerð forhönnunar og kostnaðaráætlunar vegna lagningar ljósleiðara í Flóahreppi.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá stjórn Flóaáveitunnar dags. 29. maí 2012. Í erindinu er leitað til sveitarfélaganna Flóahrepps og Árborgar um 50% aukaframlag miðað við framlag yfirstandandi árs eða um 400.000 kr. frá Flóahreppi vegna framkvæmda við veglagningu að Flóðgátt og fleiri verkefna.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að kjör forseta Íslands sem fram fer 30. júní 2012 verði í Félagslundi fyrir kjósendur Flóahrepps.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Heimi Rafni Bjarkasyni dags. 24. maí 2012 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Flóahrepps skoði það hvort setja eigi barnabílstóla í skólabíla.
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða ábendingu og samþykkir að vísa málinu til umsagnar fræðslunefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagður fram samningur við Birgi Örn Arnarson dags. 18. maí 2012 um refaveiðar í Flóahreppi árið 2012 ásamt reglum Flóahrepps um uppgjör við ráðna refaveiðimenn og greiðslu fyrir unna refi og minka.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning og reglur.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Fræðslunetinu og Háskólafélaginu dags. 14. maí 2012 þar sem óskað er eftir því að Flóahreppur framlengi styrkloforð sitt við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir styrk til sjóðsins sem nemur 25.000 kr. á ári til næstu fimm ára.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerðir 115. fundar dags. 2. maí 2012 og 5. vinnufundar sveitarstjórnar Flóahrepps og fræðslunefndar Flóahrepps dags. 23. maí 2012 lagðar fram.
b) Fræðslunefndar Flóahrepps
Fundargerð fræðslunefndar dags. 24. maí 2012 lögð fram.
Sveitarstjórn tekur undir þakkir fræðslunefndar fyrir góðar gjafir til leikskólans.
c) Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir
Fundargerð 31. fundar samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir í Flóahreppi og Árborg dags. 2. maí 2012 lögð fram.
d) Rekstrarstjórnar
Fundargerðir rekstrarstjórnar félagsheimilanna dags. 2. apríl, 23. apríl, 7. maí og 21. maí 2012 lagðar fram.
Sveitarstjórn Flóahrepps þakkar rekstrarstjórn og öllum þeim sem komu að undirbúningi og vinnu við Fjör í Flóa fyrir góða vinnu og vel heppnaða helgi.
a) 138. og 139. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 28. mars og 22. maí 2012
b) 140. og 141. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 9. mars og 26. apríl 2012
c) 106. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu dags . 21. maí 2012
d) Erindi frá SAMAN hópnum dags. 23. maí 2012
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)