17. júní hátíðarhöld verða í Flóahreppi samkvæmt eftirfarandi:Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps og Umf. Samhygð standa fyrir dagskrá við Félagslund. Hátíðin hefst kl. 13:00 á útidagskrá. Keppt verður í íþróttum og farið í leiki. Kaffisamsæti er í Félagslundi að lokinni útidagskrá og er fólk minnt á að taka með sér kökur á kaffiborðið.
Kvenfélag Villingaholtshrepps og Umf. Vaka standa fyrir dagskrá við Þjórsárver. Hátíðin hefst kl. 13:00 á íþróttakeppni krakka, 13 ára og yngri. Keppt verður í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 400 m hlaupi. Einnig verður andlitsmálun og hoppukastali í boði fyrir börnin. Eftir keppnina verða leikir og síðan stígur fjallkonan á stokk. Að lokum verður svo kaffi og meðlæti í Þjórsárveri. Fólk er beðið um að taka með sér bakkelsi á veisluborðið.
Umf. Baldur stendur fyrir dagskrá í Einbúa og hefst dagskrá kl. 14:00. Flutt verður hátíðarræða, fjallkonan stígur á stokk og prestur flytur hugvekju. Þreytt verður víðavangshlaup og viðurkenningar veittar fyrir það. Að lokinni útidagskrá verður boðið upp á kaffi og meðlæti.