Fundargerð 115. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 2. maí 2012
Fundartími: 20:00 – 24:00
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti, Elín Höskuldsdóttir, Hilda Pálmadóttir, Svanhvít Hermannsdóttir, Björgvin Njáll Ingólfsson og Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Á fundi liggur frammi starfsáætlun Krakkaborgar 2012-2013 og samstarfsáætlun Krakkaborgar og Flóaskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál, ráðgjöf vegna gerðar skólastefnu fyrir Flóaskóla.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 46 dags. 23. apríl 2012.
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 19 í fundargerð sem er til kynningar og staðfestir afgreiðslu nefndar.
Hilda Pálmadóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Einnig er lagt fram yfirlit yfir afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. mars til 22. apríl. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 1 og bendir á að afgreiðslu varðandi þennan lið vantar í fundargerð.
Svanhvít Hermannsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
b) 9. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 22. mars 2012.
c) Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. ásamt ársreikningi, ársskýrslu og gjaldskrá embættisins
Lögð fram fundargerð aðalfundar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 23. apríl 2012 ásamt ársreikningi, ársskýrslu og gjaldskrá embættisins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndar varðandi gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
d) Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Lögð fram beiðni frá Vegagerðinni dags. 24. apríl 2012 um heimild til efnistöku úr landi Vatnsenda og Mjósyndis. Efnið úr námunum er ætlað til uppbyggingar Villingaholtsvegar frá Hamarsvegi að Sandbakka.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku samkvæmt fyrirliggjandi erindi og vísar því til afgreiðslu skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
e) Breyting á aðalskipulagi í landi Stóra-Ármóts og Litla-Ármóts
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 á spildu úr landi Litla- og Stóra Ármóts. Skipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og skv. gildandi skipulagi eru um 4 ha frístundasvæði og 6 ha landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að breyta svæðinu í íbúðarsvæði fyrir um 10 lóðir þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús, geymslu/gestahús og skemmu. Lýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var kynnt á tímabilinu 18. til 30. apríl auk þess sem leitað var umsagnar Skipulagsstofnunar. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var til kynningar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 23. apríl sl.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en hún tekur breytingu til formlegrar afgreiðslu.
Hilda Pálmadóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Lögð fram skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu dags. apríl 2012 um tæknilega möguleika á netvæðingu Flóahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir verðhugmyndum í kostnaðaráætlun varðandi þá möguleika sem rætt er um í fyrirliggjandi skýrslu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá sóknarnefnd Hraungerðiskirkju. Í erindinu er falast eftir styrk vegna endurbóta á kirkjunni og/eða tímabundinni ábyrgð vegna lántöku fyrir framkvæmdum.
Sveitarstjórn sér því miður ekki færi á að veita fjárhagslegan styrk vegna framkvæmdanna.
Samkvæmt 3. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er sveitarstjórn ekki heimilt að veita ábyrgð fyrir aðrar stofnanir en þær sem sveitarfélagið á eða rekur í samvinnu við önnur sveitarfélög.
Erindi er því hafnað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 10. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfa sveitarfélagsins fyrir félagsheimilin Þingborg, Þjórsárver og Félagslund.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni sbr. 23. og 24. gr. reglug. nr. 585/2007.
Aðalsteinn Sveinsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Hraungerðishrepps dags. 3. apríl 2012 þar sem mælst er til þess að skilarétt hins gamla Hraungerðishrepps við Skeggjastaði verði endurgerð.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun skoða málið með Skógræktarfélaginu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekið fyrir erindi frá Íslenska bænum að Austur-Meðalholtum þar sem óskað er eftir stuðningi við að ljúka við uppbyggingu á staðnum.
Sveitarstjórn sér því miður ekki færi á að verða við beiðninni.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fyrir fundi liggja tvö tilboð í frágang við anddyri félagsheimilisins Þingborg. Annars vegar er um að ræða tilboð í að setja nýjar hálkufríar flísar í stað núverandi flísa og hins vegar er um að ræða tilboð í yfirbyggingu stéttar úr gleri með trékörmum.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði um að skipta um flísar og setja hálkufríar í stað þeirra sem nú eru ásamt hitalögn.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna.
Sveitarstjórn óskar eftir því að fjallskilasamþykkt verði endurskoðuð betur, sérstaklega 10. gr. fyrirliggjandi samþykkta.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að gjaldskrá félagsheimila í Flóahreppi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Erindi frestað.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 25. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Meirihluti sveitarstjórnar Flóahrepps ítrekar fyrri bókun sveitarstjórnar sem samþykkt var samhljóða í sveitarstjórn þann 7. september 2011 um þáverandi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar er Alþingi hvatt til þess að afgreiða málið með þeim hætti að um grundvöll að sátt um málefnið geti verið að ræða.
Það er mikilvægt að ekki verði vikið frá þeirri faglegu vinnu sem verkefnið var sett á stofn um. Markmiðið með þeirri vinnu var að ná fram sátt að stefnu meðal landsmanna um vernd og orkunýtingu virkjanakosta í vatnsafli og jarðvarma. Ef nú á lokaspretti þeirrar vinnu fari Alþingi að gera málið að pólítísku þrætuefni er hætta á að verið sé að vinna skemmdaverk á þeirri vinnu sem búið er að leggja í verkefnið. Ef ekki næst sæmileg sátt um afgreiðslu málsins er viðbúið að sífellt verði reynt að gera breytingar á áætluninni.
Varðandi virkjanir í Neðri-Þjórsá sem í fyrirliggjandi tillögu eru færðar úr nýtingarflokki í biðflokk, á grundvelli nýrra upplýsinga um fiskistofna í ánni og lífskilyrði þeirra, er bent á að alltaf hefur verið gengið út frá því að þau mál þurfi að rannsaka betur. Það er eitt af þeim skilyrðum sem sett hafa verið í afgreiðslu og úrskurðum um umhverfismat Urriðafossvirkjunar.
Þó virkjunarkostir verði samþykktir í nýtingarflokk ber að líta svo á að ekki sé verið að gefa afslátt af þeim skilyrðum sem búið er að setja svo hægt sé að virkja. Þetta á einnig við um allt skipulagsferli og umhverfismat sem virkjanakostir allmennt eiga eftir að fara í gegnum áður en hægt er að ráðast í framkvæmdir.
Það er ekkert sem kallar á að færa virkjanir í Neðri-Þjórsá í biðflokk á grundvelli nýrra upplýsinga. Allt sem fram kemur í rökstuðningi með framlagðri tillögu að þingsályktun hefur verið bent á áður. Lífskilyrði laxfiska var eitt af viðfangsefnum umhverfismats virkjananna. Mótvægisaðgerðir og rannsóknarskylda liggur fyrir. Skilyrði fyrir Urriðafossvirkjun er að hægt verði tryggja áframhaldandi lífskilyrði fyrir laxfiska í ánni eftir að búið er að virkja.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Svanhvít Hermannsdóttir bókar eftirfarandi:
Hún fagnar tillögu um að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk. Umræddar virkjarnir eru mjög umdeildar í samfélaginu sem sýndi sig í miklum fjölda athugasemda sem barst í athugasemdaferli Rammaáætlunar. Fulltrúi minnihluta sveitarstjórnar deilir ekki þeim sjónarmiðum með meirihlutanum að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og umhverfismati. Þvert á móti hafi undirbúningur og rannsóknir miðað að því að fá ákveðna niðurstöðu. Ítrekað er að mikil andstaða er í samfélaginu gagnvart fyrirhuguðum virkjunum og ekki hefur tekist að hrekja þau sjónarmið að fyrirhugaðar framkvæmdir muni valda ómældum skaða.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 4. apríl 2012 lögð fram.
Varðandi lið 19 a) þá var samþykkt að veita Kristínu Sigurðardóttur launalaust leyfi til 31. júlí 2013 en ekki 21. júlí 2013 eins og bókað var.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Fræðslunefndar
Fundargerð fræðslunefndar dags. 26. apríl 2012 lögð fram og staðfest.
c) Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir
Fundargerð samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir dags. 18. apríl 2012 lögð fram.
d) Fundargerð velferðarnefndar
Fundargerð velferðarnefndar dags. 28.mars 2012 lögð fram ásamt jafnréttisstefnu sveitarfélaganna Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) 455. fundur SASS dags. 13. apríl 2012
b) 214. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 16. apríl 2012
c) Jafnréttisstefna Velferðarnefndar Árnesþings 2012-2014
d) Ályktun búnaðarþings 14. mars 2012
e) Auglýsing Flóahrepps eftir skólastjóra við Flóaskóla
f) Ályktun sveitarstjóra og oddvita sveitarfélaga við Þjórsá
a) Ráðgjöf og aðstoð vegna skólastefnu fyrir Flóahrepp
Sveitarstjórn samþykkir að fá kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Björgvin Njáll Ingólfsson vill bóka að hann treystir fræðslunefnd til að vinna skólastefnu án utanaðkomandi aðstoðar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 24:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)