Tillaga fræðslunefndar um breytingar á gjaldskrá leikskólans Krakkaborgar hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.
Breytingarnar gera ráð fyrir auknum systkinaafslætti og öðrum afslætti á vistunargjöldum leikskólans og eru svohljóðandi.
Annað barn 50%
Þriðja barn 100 %
Einstæðir foreldrar 50%
Öryrkjar (75%) 25%
Námsmenn 25%
Báðir foreldrar námsmenn 50%
Afsláttur reiknast eingöngu af vistunargjöldum. Afsláttur reiknast ekki af matargjaldi. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af gjaldi eldra/elsta barns. Afsláttur var áður 25% af öðru og þriðja barni.