• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fréttir
  • Sveitarstjórnarfundur 1. febrúar 2012

Sveitarstjórnarfundur 1. febrúar 2012

2. febrúar 2012
Flokkar
  • Fréttir
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundargerð 111. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps

 

 

Fundarstaður:          Þingborg        

Fundardagur:           Miðvikudagur 1. febrúar 2012

Fundartími:               20:00 – 23:30

Fundarmenn:           

                                 Aðalsteinn Sveinsson, oddviti

                                   Árni Eiríksson

                                   Elín Höskuldsdóttir

                                   Hilda Pálmadóttir

                                   Svanhvít Hermannsdóttir

                                   Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri

 

Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.

Á fundi liggur frammi ársreikningur ungmennafélagsins Baldurs, starfsáætlun Atvinnuþróunarfélags Suðurlands fyrir árið 2012 og skýrsla Ildi ehf um atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál, lýsingu á aðalskipulagsbreytinu í landi Litla- og Stóra Ármóts og Villingaholtsveg.

 

Dagskrá:

 

  1. Skipulagsmál

a)      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa  nr. 75 dags. 4. janúar 2012.

Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 10 og nr. 11.

Sveitarstjórn staðfestir bókun um lið nr. 10 en gerir athugasemd við lið nr. 11 þar sem segir að tegund byggingar sé bílskúr en óskað var eftir breytingum á notkun húss úr sumarhúsi í íbúðarhús.

Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar nr. 43 dags. 19. janúar 2012.

Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 4, nr. 7, nr. 18, nr. 19 og nr. 20.

Sveitarstjórn staðfestir bókanir skipulagsnefndar á liðum nr. 4, nr. 7 og nr. 20.

Sveitarstjórn staðfestir bókanir skipulagsnefndar á liðum nr. 18 og nr. 19 með fyrirvara um undirskriftir aðliggjandi landeiganda á lóðablöð.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 17 og staðfestir bókun skipulagsnefndar.

Aðalsteinn Sveinsson víkur af fundi við afgreiðslu liðar nr. 17.

Samþykkt með 4 atkvæðum.

b)     Beiðni um stofnun lögbýlis

Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis í landi Egilsstaða, Egilsstaðatjörn, um 8,5 ha að stærð.

Fyrir fundi liggur jákvæð umsögn Búnaðarsambands Suðurlands ásamt uppdrætti af viðkomandi landi.

Í ljósi þess að verið er að skoða skipulagsmál við Urriðafossveg er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

c)      Erindi Vegagerðar um hringtorg á mótum Hringvegar og Gaulverjabæjarvegar

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 19. janúar 2012 um hringtorg á mótum Hringvegar og Gaulverjabæjarvegar.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013-2015 seinni umræða

Þriggja ára fjárhagsáætlun Flóahrepps 2013-2015 tekin fyrir til seinni umræðu.

Áætlun byggir á fjárhagsáætlun 2012 og gerir ráð fyrir föstu verðlagi miðað við lok þess árs. Þó er gert ráð fyrir 3% verðbótum á verðtryggðar langtímakröfur og langtímaskuldir. Reiknað er með óbreyttum árlegum skatttekjum á tímabilinu miðað við fjárhagsáætlun 2012. Almennt er gert ráð fyrir óbreyttum rekstri málaflokka á tímabilinu.

Framkvæmdir og fjárfestingar eru áætlaðar 50 mkr. árlega, samtals 150 mkr. á tímabilinu.

Ekki er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Samstarfssamningur Flóahrepps og ungmennafélaganna

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Flóahrepps og ungmennafélaganna ásamt fylgiskjali fyrir árið 2012. Einnig lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir æskulýðs- og tómstundanefnd Flóahrepps, drög að reglum um hvatagreiðslur til íþrótta- lista og tómstundaiðkunar og drög að reglum um styrki vegna æfinga- og keppnisferða.

Samþykkt að samstarfssamningur milli Flóahrepps og ungmennafélaganna Baldurs, Samhygðar og Vöku ásamt fylgiskjali með samstarfssamningi fari til umsagnar stjórna ungmennafélaganna. Óskað er eftir umsögn fyrir 1. mars 2012.

Reglur um hvatagreiðslur til íþrótta-lista og tómstundaiðkunar og reglur um styrki vegna æfinga- og keppnisferða ásamt umsóknareyðublöðum samþykktar með 4 atkvæðum.

Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við afgreiðslu máls.

Sveitarstjóri vakti athygli Svanhvítar á hugsanlegu vanhæfi og hafði aflað lögfræðiálits á því máli. Svanhvít vill bóka að því áliti hafi ekki verið komið á framfæri við hana fyrr en á fundinn var komið.

Samþykkt að drögum að breytingum á samþykktum fyrir æskulýðs- og tómstundanefnd Flóahrepps verði vísað til nefndarinnar til umsagnar.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Húsnæði leikskólans Krakkaborgar

Aðalsteinn upplýsir fundarmenn um að í framhaldi af vinnu vinnuhóps og íbúafundar um húsnæði leikskólans var Jóni Friðriki Matthíassyni falið að skoða möguleikana á uppbyggingu leikskólans.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Fyrirspurnir frá Svanhvíti Hermannsdóttur

Lagður fram tölvupóstur frá Svanhvíti Hermannsdóttur dags. 27. janúar 2012 þar sem óskað er upplýsinga um umhverfisverðlaun 2011, fundarhöld atvinnu- og umhverfisnefndar og söluferli Yrpuholts.

  1. Afskriftir opinberra gjalda

Tekið fyrir bréf frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 10. janúar 2012 þar sem óskað er eftir því að Flóahreppur veiti Sýslumanninum samþykki til að afskrifa opinber gjöld sbr. verklagsreglur fyrir innheimtumann ríkissjóðs um afskriftir opinberra gjalda og sekta í ríkissjóð dags. júlí 2005.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda beiðni með 5 atkvæðum.

  1. Úttektir á leik- og grunnskólum 2012

Lagt fram til kynningar, erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 17. janúar 2012 vegna umsóknar Flóahrepps um úttekt á leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

Umsókn var synjað.

  1. Styrkbeiðni frá Skólahreysti

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skólahreysti dags. janúar 2012 að upphæð 50.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi styrkbeiðni.

Varðandi fyrirspurn frá Skólahreysti um innheimtu keppnisgjalda telur sveitarstjórn að innheimta eigi keppnisgjöld af skólum og að taka eigi tillit til stærðar skóla og fjölda nemenda.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Styrkbeiðni frá Bandalagi íslenskra skáta

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Bandalagi íslenskra skáta dags. 16. janúar 2012 að upphæð 30- 60.000 kr.

Sveitarstjórn sér ekki færi á að veita umbeðinn styrk að þessu sinni.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Erindi frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi

Lagt fram erindi frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi dags. 14. janúar 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála gagnvart fötluðum einstaklingum í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir upplýsingum frá Velferðarnefnd.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Fundargerðir

a)      Sveitarstjórnar Flóahrepps

Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 11. janúar 2012 lögð fram.

b)     Fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar Flóahrepps frá 19. janúar 2012 lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar um dagsetningu samræmdra prófa 4., 7. og 10. bekkja haustið 2012 sem stangast á við göngur og réttir hjá nemendum í mörgum sveitarfélögum.

Óskað er eftir því að þessar dagsetningar séu teknar til endurskoðunar.

Sveitarstjórn samþykkir einnig að gerast þátttakandi í Skólapúls/Skólavog.

Að öðru leyti er fundargerð lögð fram til kynningar.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

  1. Til kynningar:      

a)      211. fundur og aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 17. janúar 2012

b)     305. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 19. janúar 2012 ásamt minnisblaði dags. 13. janúar 2012

c)      136. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 11. janúar 2012

d)     Samningur milli sveitarfélagsins Árborgar og stjórnar sameiginlegs þjónustusvæðis um þjónustu við fatlaða dags. 13. september 2011

  1. Önnur mál:

a)      Lýsing á aðalskipulagsbreytingu í landi Stóra-Ármóts og Litla-Ármóts

Lögð fram tillaga að lýsingu skipulags vegna aðalskipulagsbreytingar sem nær til jarðanna Stóra- og Litla-Ármóts.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Hilda Pálmadóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

b)     Villingaholtsvegur (305).

Sveitarstjórn fagnar fréttum um að búið sé að auglýsa framkvæmdir við Villingaholtsveg, Gaulverjabæjarvegur-Fljótshólar og hvetur Vegagerðina til að ljúka framkvæmdum við veg 305 þannig að hann sé allur uppbyggður og með bundnu slitlagi.

Samþykkt með 5 atkvæðum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30

 

                                   Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)

                                   Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)

                                   Elín Höskuldsdóttir (sign)

                                   Hilda Pálmadóttir (sign)

                                   Svanhvít Hermannsdóttir (sign)

                                   Margrét Sigurðardóttir (sign)

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð