Sveitarstjórn Flóahrepps hefur mótmælt hækkun verðskrár Rarik á rafmagni.
Tekið er undir mótmæli Bændasamtaka Íslands frá 4.janúar 2012 vegna hækkunarinnar sem tók gildi um áramótin og nemur 7,5 % í dreifbýli og 5% í þéttbýli.
Hækkun dreifingar- og flutningskostnaðar til raforkukaupenda í dreifbýli umfram það sem gerist til annarra kaupenda er mótmælt. Raforka er að stærstum hluta framleidd á landsbyggðinni og flutt um landið með raflínum sem liggja um eignarlönd og takmarka nýtingu þeirra. Sveitarstjórn telur það óviðunandi að landsmönnum sé mismunað með þessum hætti.