Föstudaginn 11. nóvember verður opið hús í Stóra-Ármóti frá kl. 13:00 – 17:00.
Þar verður hægt að fylgjast með klaufsnyrtingu, ómskoðun sauðfjár og hrossadómum. Kynning verður á NorFor fóðurmatskerfinu, túnkortagerð ofl. Ms og Ölvisholt brugghús verða með vörukynningu. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar í boði. Ýmis fyrirtæki og hagsmunasamtök kynna starfsemi sína og marg fróðlegt að sjá og heyra. Allir velkomnir.
Búnaðarsamband Suðurlands
Landbúnaðarháskóli Íslands