Í dag kveiktum við á jólatré Flóaskóla í morgunmyrkrinu og miklu frosti! Við sungum 2 jólalög og það var svo Jónatan Mikael í 5. bekk sem fékk þann heiður þetta árið að tendra ljósin á trénu. Fallega jólatréð fengum við að gjöf frá Skógræktarfélagi Villingaholtshrepps og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Kveðja, nemendur og starfsfólk Flóaskóla.