Miðvikudaginn 23. nóvember var kveikt á jólaljósum við Þingborg. Nemendur og starfsmenn leikskólans Krakkaborgar tendruðu ljós á jólatréi og sungu nokkur jólalög.
Við sama tækifæri afhenti formaður foreldrafélags Krakkaborgar, Erna Jóhannesdóttir, gjöf til leikskólans sem Karen Viðarsdóttir leikskólastjóri veitti móttöku.