Örvar Rafn Hlíðdal hefur verið ráðinn starfsmaður félagsmiðstöðvar í Flóaskóla.Hann starfaði við félagsmiðstöðina s.l. vetur þegar hún var stofnuð og hefur mikla reynslu af slíku starfi í félagsmiðstöðinni Zelsiuz á Selfossi þar sem hann starfaði í mörg ár. Félagsmiðstöðin er ætluð unglingum 8. – 10. bekkjar Flóaskóla og mun Örvar skipuleggja og móta dagskrá hennar ásamt unglingunum og æskulýðsnefnd Flóahrepps.
Örvar starfar sem leiðbeinandi og stuðningsfulltrúi í Flóaskóla er boðinn velkominn til starfa við félagsmiðstöð Flóahrepps.