Í tilefni af 60 ára afmæli Tónmenntakennarafélags Íslands verða haldnir tónleikar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík föstudaginn 28. október. Kolbrún tónmenntakennari fer á tónleikana með hóp nemenda í 2.-5. bekk sem munu flytja lag úr Kardimommubænum. Krakkarnir munu syngja og spila á hin ýmsu hljóðfæri. Um 500 manns komast í sæti og þurfa þeir sem vilja fara með að hafa hraðar hendur og láta Kolbrúnu vita ef þeir vilja koma með, kolbrun@floaskoli.is eða skrifstofa skólans 486-3460.
Farið verður með rútu frá Flóaskóla kl. 14 en tónleikarnir standa frá kl. 16-18.