Sunnudaginn 9. október s.l. var Ingimar Pálsson, organisti og kórstjóri Hraungerðis- og Villingaholtskirkna kvaddur við guðsþjónustu í Villingaholtskirkju. Ingimar á langan feril að baki sem tónlistarmaður en hann hefur starfað sem organisti Hóladómkirkju, skólastjóri tónlistarskóla Skagafjarðar, stjórnandi karlakórsins Heimis og síðar yfirmaður söng- og tónlistardeildar Performing Arts í Jóhannesarborg í S-Afríku. Ingimar hafði forystu um kaup á mjög vönduðu kirkjuorgeli með fótspili fyrir Villingaholtskirkju og stóð fyrir vígslutónleikum þess. Samstarfsfólk Ingimars hefur látið í ljós þakklæti og virðingu vegna starfa hans nú þegar hann kveður.