Fundargerð 106. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 5. október 2011
Fundartími: 20:00 – 00:30
Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Svanhvít Hermannsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.
Á fundi liggur frammi kynning á ritinu Ungt fólk 2011 frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Vinnum saman frá Virk, starfsendurhæfingarsjóði, Ársskýrsla Brunamálastofnunar 2010, upplýsingabæklingur frá Teiknistofunni Steinsholti og starfsáætlun Krakkaborgar skólaárið 2011-2012.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 70 dags. 13. september 2011.
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 21 og staðfestir hann.
Jafnframt lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa nr. 39 dags. 22. september 2011.
Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 6, nr. 8, nr. 12, nr. 32, nr. 33 og nr. 34 og staðfestir bókanir nefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Beiðni um umsögn um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti á hafsbotni
Lögð fram umsókn dags. 7. september 2011um umsögn frá Sóley Minerals ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti á hafsbotni undan suðurströnd Íslands.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um að framkvæmdir valdi sem minnstu raski á lífríki.
Óskað er eftir upplýsingum um niðurstöðu rannsókna þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Umsögn Vegagerðar vegna deiliskipulags úr landi Egilsstaða
Lögð fram til kynningar, umsögn Vegagerðarinnar dags. 29. september 2011 um tillögu að deiliskipulagi spildu úr landi Egilsstaða.
Á fundi sveitarstjórnar 7. september 2011 var samþykkt að gera gagntilboð í jörðina Yrpuholt. Frestur til að svara tilboðinu rann út 30. september 2011 án þess að svar bærist og lítur sveitarstjórn því svo á að tilboðinu hafi ekki verið tekið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2012 tekin til umræðu. Lögð fram tillaga að hækkun sorphirðugjalda. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í tæmingu rotþróa. Farið yfir reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Flóahreppi. Sveitarstjórn samþykkir að fresta umræðu um álagningu fasteignagjalda til næsta fundar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn fjallar um undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir tillögum stofnana og nefnda og að þær liggi fyrir 26. október n.k.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram tilboð í lýsingu við Flóaskóla frá verktaka sem lagði raflagnir í nýbyggingu skólans. Tilboð hljóðar upp á 554.331 kr.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram tilboð í varmadælur fyrir félagsheimilið Þjórsárver og Flóaskóla.
Samþykkt að fresta málinu.
Lagður fram samningur við nemendur 10. bekkjar Flóaskóla um aðstoð við frímínútugæslu í skólanum.
Samningur gerir ráð fyrir því að nemendur aðstoði við gæslu í frímínútum ásamt skólaliðum og kennurum gegn styrk frá Flóahreppi sem rennur í ferðasjóð nemendanna.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 7. september 2011 lögð fram.
b) Fræðslunefndar ásamt minnisblaði um Skólavog
Fundargerð fræðslunefndar Flóahrepps dags. 15. september 2011 lögð fram ásamt minnisblaði um Skólavog.
Fræðslunefnd leggur til að starfshlutfall á Bangsadeild verði aukið um 30%. Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfallið um 30% til 1. júlí 2012.
Sveitarstjórn vill benda Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á óheppilega tímasetningu samræmdra prófa í dreifðari byggðum landsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
c) Æskulýðs- og tómstundanefndar
Fundargerð æskulýðs- og tómstundanefndar dags. 13. september 2011 lögð fram.
d) Vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla
Fundargerðir vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla dags. 5. september og 20. september 2011 lagðar fram.
e) Velferðarnefndar ásamt reglum fyrir nefndina
Fundargerð velferðarnefndar dags. 14. september 2011 lögð fram ásamt reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála og reglum um fjárhagsaðstoð.
Sveitarstjórn samþykkir meðfylgjandi reglur fyrir sitt leyti.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
f) Vinnuhóps um húsnæði leikskólans
Fundargerð vinnuhóps um húsnæði leikskólans dags. 3. október 2011 lögð fram.
g) Oddvitafundar Laugaráslæknishéraðs
Fundargerð oddvitafundar dags. 20. september 2011 lögð fram.
Á fundi var rætt um ferðaþjónustu og framtíðarsýn í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Stefnt er að því að halda málþing um vetrarferðaþjónustu í byrjun nóvember. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að vera aðili að því málþingi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) 446. fundur SASS dags. 9. september 2011
b) 206. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 19. september 2011
c) 132. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 1. september 2011
d) 135. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 9. september 2011
e) 302. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 7. september 2011
f) Erindi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 9. september 2011 vegna umhverfisþings 14. október 2011
g) Erindi frá Velferðarráðuneytinu dags. 9. september 2011 vegna aðgerðaráætlunar sveitarfélaga gegn ofbeldi gegn konum.
h) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. september 2011 um ungmennaráð sveitarfélaga
i) Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 21. september 2011
j) Tölvupóstur frá Innanríkisráðuneytinu dags. 23. september 2011 vegna auglýsingar um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022
a) Samkomulag um tilsjónarmann
Fyrir fundi liggur samningur milli Kolbeins Þórs Sigurðssonar og Walters J. Schmitz dags. 20. september 2011 þar sem Kolbeinn tekur að sér vera tilsjónarmaður í Skálmholtshrauni.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreint sbr.14. gr. laga nr. 103/2002.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)