Laugardaginn 1. október verður fyrsta tónahátíðin haldin í Flóahreppi, nánar til tekið í Félagslundi. Þar ætla að stíga á svið þrír tónlistarmenn og flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar.
Laugardaginn 1. október verður fyrsta tónahátíðin haldin í Flóahreppi, nánar til tekið í Félagslundi. Þar ætla að stíga á svið þrír tónlistarmenn og flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar.
Þetta eru þeir Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikari, Ingólfur Magnússon bassaleikari og Hafsteinn Þórólfsson söngvari. Á dagskrá tónleikanna verða fluttar helstu perlur Oddgeirs ásamt lögum sem minna hafa heyrst.
Tónar fara að hljóma úr Félagslundi kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er hófstillt, aðeins kr. 2.000 og hægt er að panta miða í síma 692-8565 hjá Kristínu. Veitingar verða til sölu fyrir tónleika og í hléi.