• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 7. september 2011

Fundur sveitarstjórnar 7. september 2011

7. september 2011
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundargerð 105. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 7. september 2011


Fundartími: 20:00 – 23:40


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Árni Eiríksson


Elín Höskuldsdóttir


Hilda Pálmadóttir


Svanhvít Hermannsdóttir


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.


Á fundi liggur frammi kynning á Skólavog, bréf frá Ungmennafélagi Íslands, starfsáætlun Flóaskóla 2011-2012 og kynning á fyrirtækinu Landmótun.


Dagskrá:



  1. Skipulagsmál

a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps


Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa nr. 38 dags. 25. ágúst 2011.


Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 4, nr. 5, nr. 19, nr. 20, nr. 21, nr. 22 og 23 og staðfestir bókanir nefndar.


Jafnframt liggur fyrir fundi afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 68 dags. 3. ágúst 2011 og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 69 dags. 24. ágúst 2011.


Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 18 í fundargerð nr. 68 og staðfestir hann


Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 19 og nr. 20 í fundargerð nr. 69 og staðfestir þá.


Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu liðar nr. 20 í fundargerð nr. 69.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


b) Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi á spildu úr landi Merkur ásamt breytingu á deiliskipulagi sömu spildu


Lögð fram að lokinni auglýsingu skv.1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingholtshreppi á spildu úr frístundahúsasvæðinu Mörk úr landi Skálmholts. Í breytingunni felst að um 6 ha af frístundahúsasvæðinu, sem í dag er um 11 ha og er merkt sem F13 á skipulagsuppdrætti, verður að landbúnaðarsvæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins var auglýst samhliða. Tillagan var auglýst 30. júní 2011 með athugasemdafresti til 12. ágúst. Engar athugasemdir bárust.


Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsasvæðisins Mörk úr landi Skálmholts. Í breytingunni felst m.a. að 8 frístundahúsalóðir verða sameinaðar í eina spildu og svæðið skilgreint sem landbúnaðarland til samræmis við aðalskipulagsbreytingu sem auglýst var samhliða. Þá breytast byggingarskilmálar svæðisins auk þess sem afmörkun og stærð lóða og lega vega breytist lítillega vegna uppfærslu skipulagsins á nýjan kortagrunn.


Tillagan var auglýst 30. júní 2011 með athugasemdafresti til 12. ágúst. Engar athugasemdir bárust.


Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


c) Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða


Lögð fram tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða frá Iðnaðarráðuneytingu dags. 19. ágúst 2011.


Óskað er eftir athugasemdum frá umsagnaraðilum fyrir 11. nóvember 2011.


Sveitarstjórn Flóahrepps fagnar framkominni þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og hvetur Alþingi til þess að afgreiða hana.


Mikilvægt er að gera það með þeim hætti að það geti verið grundvöllur að sátt að vernd og orkunýtingu landsvæða.


Það er löngu tímabært að ríkisvaldið marki sér heildstæða stefnu til framtíðar varðandi virkjanakosti. Ef Íslendingar ætla að nýta með einhverjum hætti þá auðlind sem býr í fallvötnum og jarðhita er mikilvægt að hægt sé að vinna markvisst að slíkri uppbyggingu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


d) Hugmyndir um þjónustumiðstöð við Skeiðaafleggjara


Lögð fram frumkynningargögn fyrir þjónustumiðstöð við Skeiðaafleggjara dags. 1. september 2011.


Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndirnar en óskar eftir umsögn Vegagerðar áður en frekari skipulagstillögur verða afgreiddar.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Kauptilboð í jörðina Yrpuholt

Lagt fram kauptilboð í jörðina Yrpuholt frá Þóri Haraldssyni dags. 11. ágúst 2011.


Einnig lagður fram tölvupóstur frá Jónasi Erni Jónassyni dags. 7. september 2011 og tölvupóstur frá Kristjáni Stefánssyni dags. 7. september 2011.


Jónas óskar eftir að koma á framfæri greinargerð fyrir hönd Guðjóns Sigurðssonar með tillögu að lausn mála og Kristján hvetur sveitarstjórn til að gera Guðjóni kleift að kaupa jörðina. Hann bendir einnig á að ekki hafi verið samið um greiðslur til Guðjóns vegna framkvæmda hans á Yrpuholti.


Sveitarstjórn bendir á að Guðjón hafi fengið frest til 30. júní 2011 til að ljúka við kaupsamning á jörðinni Yrpuholti sem ekki var sinnt.


Sveitarstjórn lítur svo á að málinu hafi þar með verið lokið.


Kauptilboð Þóris hljóðar upp á kr. 33.200.000. Þar af greiðist kr. 10.000.000 við undirskrift kaupsamnings og kr. 23.200.000 þann 1. september 2012.


Sveitarstjórn samþykkir að gera Þóri gagntilboð upp á kr. 38.000.000 staðgreitt. Tilboð þetta gildi til 30. september 2011.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Fyrirspurn um geymslu gagna sveitarfélagsins

Lögð fram fyrirspurn dags. 10. ágúst 2011 um meðferð og geymslu gagna sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.


Elín Höskuldsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.



  1. Drög að gjaldskrá fyrir garðslátt á vegum sveitarfélagsins

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir garðslátt sem Vinnuskóli Flóahrepps hefur annast á sumrin.


Vísað til seinni umræðu.



  1. Drög að starfslýsingu fyrir starfsmann í félagsmiðstöð Flóahrepps

Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir starfsmann í félagsmiðstöð Flóahrepps sem starfrækt verður í Flóaskóla.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfslýsingu.


Sveitarstjórn samþykkir einnig að auglýsa eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina í hlutastarf.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Hitaveitulögn í Gömlu Þingborg

Lögð fram tvö tilboð í endurnýjun hitalagnar í Gömlu Þingborg.


Sveitarstjórn samþykkir að taka lægra tilboðinu, kr. 1.132.599 frá Tryggva Sigurðssyni.


Gerður er fyrirvari um að ekki verði gerðar athugasemdir við lagnaefni.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Heimasíða Flóahrepps

Tekið fyrir tilboð í heimasíðugerð fyrir Flóahrepp.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Erindi frá Sjóvá

Lagt fram erindi frá Sjóvá dags. 6. júní 2011.


Sveitarstjórn samþykkir að leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Trúnaðarmál

  2. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar Flóahrepps


Fundargerðir sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 3. ágúst og 17. ágúst 2011 lagðar fram.


b) Fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 9. ágúst 2011 lögð fram.


Sveitarstjórn samþykkir að fela skólastjóra, formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra að leita samninga við nemendur 10. bekkjar um gæslu í frímínútum í Flóaskóla.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


c) Vinnuhóps um leikskólamál


Fundargerð vinnuhóps um húsnæði leikskólans í Flóahreppi dags. 24. ágúst 2011.


d) Nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála


Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra i yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi dags. 8. ágúst 2011.


e) Velferðarnefndar


Fundargerð velferðarnefndar dags. 31. ágúst 2011 lögð fram.



  1. Til kynningar:

a) 445. fundur SASS dags. 12. ágúst 2011


b) 205. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 10. ágúst 2011


c) 131. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 18. ágúst 2011


d) Samningur um skólaakstur dags. 29. ágúst 2011


e) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 29. ágúst 2011 um gjaldskrá leikskóla


f) Tilkynning frá félagsmálastjóra um sameiginlegt félagsþjónustusvæði


g) Samanburður á ýmsum lykiltölum úr rekstri sveitarfélaga


h) Skýrsla um refa- og minkaveiðar 2011


i) Gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins dags. ágúst 2011


j) Erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 23. ágúst 2011 um samþykkt á breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Flóahrepps


k) Upplýsingar um fundartíma ársfundar Jöfnunarsjóðs, fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og ársþings SASS


l) Dagur íslenskrar náttúru


m) Erindi frá Velferðarráðuneyti dags. 6. júlí 2011 um eflda og bætta sálfræðiþjónustu við langveik börn á Landspítala


n) Erindi frá Ungmennafélagi Íslands



  1. Önnur mál:

a) Ársþing samtaka sunnlenskra sveitarfélaga


Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Flóahrepps á ársþingi samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verði samkvæmt bókun sveitarstjórnar dags. 14. júní 2010.


Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri mun einnig sitja ársþingið.




Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23.40



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)


Elín Höskuldsdóttir (sign)


Hilda Pálmadóttir (sign)


Svanhvít Hermannsdóttir (sign)


Margrét Sigurðardóttir (sign)












Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð