Það er sérlega ánægjulegt að sjá hve vel Flóahreppur hefur stutt við tónlistarnám í héraði í gegnum árin. Nemendur læra á mörg mismunandi hljóðfæri og sækja kennslu ýmist á Selfoss eða í Flóaskóla.
Fjölbreytni í námsvali í Flóaskóla hefur aukist ár frá ári og er núna kennt á básúnu, klarínettu, blokkflautu, gítar, fiðlu og píanó á vegum Tónlistarskólans, auk þess sem nemendur í 2. bekk fá tónlistarforskóla sér að kostnaðarlausu. Í vetur býðst að auki kennsla á þverflautu í Flóaskóla.
Örfáir tímar eru enn lausir í Flóahreppi og geta þeir sem áhuga hafa sótt um nám á píanó eða fiðlu hjá Jane Ade Sutarjo, þverflautu hjá Kolbrúnu Berglindi Grétarsdóttur og málmblásturshljóðfæri hjá Ian Wilkinson. Kennsla fer fram í Flóaskóla.
Umsóknir má nálgast á heimasíðu Tónlistarskólans, http://www.tonar.is/– Umsókn, og nánari upplýsingar fást í síma skólans 482 1717. Umsóknarfrestur er til 25. september.