Nú styttist óðum í að nemendur Flóaskóla mæti aftur eftir gott sumarfrí.
Eins og undanfarin tvö skólaár ætlar Flóaskóli að bjóða upp á innkaup námsgagna fyrir nemendur gegn vægu gjaldi sem greiðist í upphafi skólaárs.
Nú styttist óðum í að nemendur Flóaskóla mæti aftur eftir gott sumarfrí.
Eins og undanfarin tvö skólaár ætlar Flóaskóli að bjóða upp á innkaup námsgagna fyrir nemendur gegn vægu gjaldi sem greiðist í upphafi skólaárs. Í því felst að skólinn kaupir skriffæri, stílabækur og annað sem nemendur þurfa að nota við vinnu sína í skólanum. Foreldrar/forráðamenn hafa almennt verið ánægðir með þetta fyrirkomulag en viðhorfskönnun frá því s.l. vor sýnir að tæplega 92% foreldra/forráðamanna eru ánægðir með að skólinn sjái um innkaupin.
Rétt er að benda á að nemendur nota námsgögnin í skólanum og geyma þau þar en þufa að eiga viðeigandi skriffæri og annað heima, sem nota þarf við heimanám. Þess er krafist að umgengni um námsgögn í skóla sé góð og að ávallt sé farið vel með þau gögn sem verið er að nota.
Ef þið hafið aðrar óskir um þetta fyrirkomulag þ.e. óskið eftir að sjá sjálf um innkaup námsgagna hjá ykkar barni þá bið ég ykkur um að hafa samband við undirritaða í síma eða tölvupósti innan 7 daga, eða fyrir 9. ágúst. Ef ekki berast athugasemdir frá ykkur verður litið svo á að þið felið skólanum að annast innkaupin.
Með kveðju
Hulda Kristjánsdóttir
deildarstjóri í Flóaskóla
sími: 486-3460/866-3245
tölvupóstur: hulda@floaskoli.is