Á föstudaginn kemur, 2. september, fer Flóamótið í frjálsum íþróttum fram á íþróttavellinum við Þjórsárver. Mótið hefst að lokinni kennslu í Flóaskóla kl. 14:00.
Á föstudaginn kemur, 2. september, fer Flóamótið í frjálsum íþróttum fram á íþróttavellinum við Þjórsárver. Mótið hefst að lokinni kennslu í Flóaskóla kl. 14:00. Ungmennfélögin Baldur, Samhygð og Vaka standa fyrir mótinu og er öllum börnum á grunnskólaaldri í Flóahreppi boðið að taka þátt og spreyta sig í fjölbreyttri og skemmtilegri keppni. Keppt verður í eftirfarandi greinum:
1.-4. bekkur: 60 m hlaup, langstökk, 400 m hlaup.
5.-7. bekkur: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
8.-10. bekkur: 100 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 800 m hlaup.
Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum á mótið, þeim til stuðnings og hvatningar. Sérstaklega er þess óskað að foreldrar barna í 1. – 4. bekk fylgi sínum börnum eftir. Börnin taka þátt í mótinu á ábyrgð foreldra sinna ekki ungmennafélaganna.
Að keppni lokinni verður öllum keppendum veitt viðurkenning fyrir þátttökuna auk þess sem boðið verður upp á hressingu.
Vakni einhverjar spurningar er hægt að leita nánari upplýsinga hjá Guðmundu Ólafsdóttur formanni Umf. Vöku í síma: 8469775 og netfang: gola_89_15@hotmail.com
Ungmennafélögin.