Fundargerð 102. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 6. júlí 2011
Fundartími: 20:00 – 23:00
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Svanhvít Hermannsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.
Á fundi liggur frammi:
Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 25. maí 2011 til heimsminjaskrár UNESCO og ársskýrsla Félagsþjónustu uppsveita Árnessýslu og Flóa fyrir árið 2010.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa nr. 36 dags. 23. júní 2011.
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 9 og nr. 10 sem eru til kynningar og lið nr. 36 sem er staðfestur.
Jafnframt liggur fyrir fundi afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 65 dags. 9. júní 2011. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 37, nr. 38 og nr. 39 og staðfestir þá. Einnig liggur fyrir fundi afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 66 dags. 22. júní 2011.
Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 13 og staðfestir hann.
Sveitarstjórn gerir athugasemd við að fundarmenn eru ekki tilnefndir í fundargerð afgreiðslufundar nr. 66.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Hreinsun á skurði í landi Ölvisholts
Lagt fram erindi frá eigendum Ölvisholts 5 dags. 31. maí 2011 þar sem óskað er eftir leyfi til að hreinsa upp úr grónum skurði sem er á mörkum hverfisverndarsvæðis og landbúnaðarsvæðis.
Fyrir fundi liggur umsögn frá aðliggjandi landeiganda Ölvisholts.
Sveitarstjórn samþykkir að veita leyfi til að hreinsa upp úr skurðinum með eftirfarandi skilyrðum að teknu tilliti til umsagnar aðliggjandi landeiganda:
Að notuð verði lítil grafa við framkvæmdina og að rask verði sem allra minnst.
Að bökkum verði haldið heilum til að koma í veg fyrir breytta ásýnd svæðisins og landeyðingu.
Að ekki verði mokað lengra en nauðsyn krefur, að hámarki 260 m sbr. mat héraðsráðunauts.
Að verkið verði unnið sunnan megin skurðar.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu og telur upplýsingar varðandi málið ófullnægjandi.
c) Stofnun lögbýlis í landi Hróarsholts
Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis í landi Hróarsholts II, lóð B, 11,3 ha. (landnr. 205115). Fyrir fundi liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Einnig liggur fyrir fundi greinargerð um búrekstrarskilyrði ásamt uppdrætti af viðkomandi landspildu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004 og telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
d) Göngustígar við Þingborg
Lagður fram uppdráttur með hugmyndum um göngustíga á opnu svæði milli Þingborgar og gömlu Þingborgar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir og felur sveitarstjóra að undirbúa framkvæmdir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 1. júní 2011 var samþykkt að veita Guðjóni Sigurðssyni frest til 30. júní 2011 til að ljúka við kaupsamning á jörðinni Yrpuholti.
Tilboðið er nú niður fallið þar sem frestur er útrunninn án þess að gengið hafi verið frá kaupsamningi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram til seinni umræðu, drög að breytingum á lið B 3, 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Flóahrepps, svohljóðandi:
Sameiginleg félagsþjónusta sjö sveitarfélaga í Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Ölfuss, Hveragerðisbæjar, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsness-og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps samkvæmt samningi þar að lútandi. Fulltrúi Flóahrepps sem kjörinn er í yfirstjórn hefur umboð til þess að skipa fulltrúa og varafulltrúa í eina sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fulltrúar í sameiginlegri velferðarnefnd eru fimm auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.
Fulltrúi sveitarfélags í sjö manna yfirstjórn hefur einnig umboð til þess að taka þátt í skipan formanns og varaformanns sameiginlegrar velferðarnefndar. Yfirstjórn útbýr einnig erindisbréf sameiginlegrar fimm manna velferðarnefndar og leggur það fyrir sveitarfélagið til staðfestingar af hennar hálfu.
Einnig lögð fram til fyrri umræðu, drög að breytingum á lið B 4, 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Flóahrepps, svohljóðandi:
Jafnréttisnefnd. Sameiginleg velferðarnefnd fer með verkefni jafnréttisnefndar samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir beiðni frá Hveragerðisbæ dags. 3. júní 2011 um skólavist í Flóaskóla fyrir nemanda með lögheimili í Hveragerðisbæ.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni með fyrirvara um að greitt verði með nemanda samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarféalga og að allur annar kostnaður sem kann að falla til vegna skólavistunarinnar verði greiddur af lögheimilissveitarfélagi.
Samþykkt að kynna málið fyrir fræðslunefnd og skólastjóra.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekin fyrir umsókn um skólavistun í Vallaskóla fyrir nemanda með lögheimili í Flóahreppi skólaárið 2011-2012.
Nemandinn hefur stundað nám við Vallaskóla og er að ljúka grunnskólagöngu.
Í ljósi þess samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að ekki verði um skólaakstur að ræða á vegum sveitarfélagsins né kostnaðarþátttöku í tengslum við akstur.
Samþykkt að kynna málið fyrir fræðslunefnd.
Samþykkt með 5 atkvæði.
Lagt fram tilboð frá IKEA í innréttingar myndlistarstofu dags. 7. júní 2011, kr. 386.888.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.
Samþykkt með 5 atkvæði.
Lagðir fram til kynningar nýgerðir kjarasamningar við Félag grunnskólakennara og Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Gera þarf ráð fyrir launahækkunum við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Tekið fyrir erindi frá áhugamannahópi um ferða- og þjónustukort fyrir Flóahrepp dags. 26. maí 2011 þar sem óskað er eftir styrk, allt að 250.000 kr.
Erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar 1. júní s.l. og óskað eftir frekari upplýsingum sem nú liggja fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða helming kostnaðar vegna verkefnisins, allt að 250.000 kr.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Vegagerð dags. 21. júní 2011 þar sem fram kemur að sveitarfélaginu hafi verið úthlutað kr. 1.000.000 til endurbóta á vegi að Flóðgátt.
Sveitarstjórn fjallaði einnig um með hvaða hætti mætti vekja athygli á Flóaáveitunni og Flóðgáttinni.
Samþykkt að vísa þeirri umfjöllun til atvinnu- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Á fundi sveitarstjórnar 1. júní s.l. upplýsti oddviti að formaður atvinnu- og umhverfisnefndar hefði sagt af sér formennsku nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir að Bjarni Sigurðsson taki að sér formennsku í nefndinni, Helgi Sigurðsson verði aðalmaður og Hilda Pálmadóttir verði varamaður.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 1. júní 2011 lögð fram.
Lok fundartíma eru ekki tilgreind í haus fundargerðar en þau voru kl. 00:15.
b) Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa
Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 1. júní 2011 lögð fram til kynningar.
a) 444. fundur SASS dags. 10. júní 2011
b) 301. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 14. júní 2011 ásamt minnisblaði dags. 13. júní 2011
c) 134. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 1. júní 2011
d) Fundargerð 3. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands dags. 14. júní 2011
e) 87. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 14. júní 2011
f) Samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu dags. 14. júní 2011
g) Samnigur um almenningssamgöngur milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins
h) Erindi frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands dags. 14. júní 2011, fráveitumál
i) Drög að reglugerð um framkvæmdaleyfi
j) Drög að byggingarreglugerð
k) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. júní 2011, öryggi á sundstöðum
l) Erindi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 3. júní 2011, dagur íslenskrar náttúru
a) Landsskipti, Neistastaðir
Lagt fram deiliskipulag 6,8 ha spildu úr landi Neistastaða í Flóahreppi. Deiliskipulagið hefur verið samþykkt og spildan verið stofnuð (landnúmer 220-252).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskipti spildunnar sbr. 13. gr. jarðalaga eins og hún er afmörkuð í deiliskipulagi enda er aðgengi að spildunni yfir land Neistastaða tryggt.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) 32. fundur vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla
Fundargerð 32. fundar vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla dags. 30. júní 2011 lögð fram.
c) Erindi frá Innanríkisráðuneytinu
Lagður fram til kynningar, úrskurður Innanríkisráðuneytis í stjórnsýslumáli (IRR 10121650) dags. 30. júní 2011.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Hilda Pálmadóttir (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir (sign)