Sveitarfélögin Árborg og Flóahreppur hafa gert með sér samkomulag um nýtingu plássa í dagdvölum í Árblik og í Vinaminni á Selfossi.
Sveitarfélögin Árborg og Flóahreppur hafa gert með sér samkomulag um nýtingu plássa í dagdvölum í Árblik og í Vinaminni á Selfossi. Dagdvölin er stuðningsúrræði fyrir aldraða einstaklinga og aðila með heilabilunareinkenni sem búa í heimahúsum. Það voru Margrét Sigurðardóttir og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir sem skrifuðu undir samningininn fyrir hönd sveitarfélaganna tveggja.