Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Flóahrepps fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Flóahrepps fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Hróarsholts.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 16. mars 2011 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á spildu úr landi Hróarsholts. Í breytingunni felst að um 15 ha svæði fyrir frístundabyggð, merkt F1, breytist í landbúnaðarsvæði.
Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á spildu úr landi Gegnishólaparts.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 5. janúar 2011 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á spildu úr landi Gegnishólaparts. Í breytingunni felst að um 2 ha svæði fyrir frístundabyggð, merkt F3, breytist í íbúðarsvæði, merkt Í4. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir 5 frístundahúsalóðir en gert er ráð fyrir að innan skamms verði auglýst breyting á deiliskipulaginu sem felur í sér að lóðirnar breytist í íbúðarhúsalóðir auk lóða fyrir útihús á aðliggjandi landbúnaðarsvæði.