• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundargerð sveitarstjórnar 4. maí 2011

Fundargerð sveitarstjórnar 4. maí 2011

5. maí 2011
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundargerð 100. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps


 


 


Fundarstaður:            Þingborg        


Fundardagur:             Miðvikudagur 4. maí 2011


Fundartími:                20:00 – 00:15


Fundarmenn:             Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


                                   Árni Eiríksson


                                   Elín Höskuldsdóttir


Hilda Pálmadóttir


                                   Svanhvít Hermannsdóttir


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.


Gestur fundarins er Ástráður Guðmundsson.


Á fundi liggur frammi:


Ársreikningur skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. 2010 og ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf 2010.


Dagskrá:



  1. Skipulagsmál

a) Eystri-Hellur


Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 24. mars s.l. var samþykkt að vísa endanlegri afgreiðslu vegna deiliskipulags íbúðar- og athafnasvæðis í landi Eystri-Hellna til sveitarstjórnar Flóahrepps en Skipulagsstofnun hefur gert athugasemdir við tillöguna, m.a. með erindi dags. 8. mars 2011.


Ástráður Guðmundsson mætti á fundinn og fór yfir málið ásamt því að svara spurningum sveitarstjórnarmanna.


Fyrir fundi liggur einnig greinargerð frá skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2011.


Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag íbúðar- og athafnasvæðis í landi Eystri-Hellna samkvæmt 25. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


Ástráður yfirgefur fund.


b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps


Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 26. apríl 2011. Sveitarstjórn fjallar um lið nr. 23 og staðfestir hann.


Einnig liggur fyrir fundi til kynningar, afgreiðslufundur byggingarfulltrúa dags. 6. apríl 2011.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


c) Fundargerð aðalfundar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps


Fundargerð aðalfundar skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 26. apríl 2011 lögð fram.


d) Breyting aðalskipulags, Mörk


Lögð fram erindi til Skipulagsstofnunar og landeigenda í Merkurhrauni og Mörk vegna lýsingar á breytingu aðalskipulags í landi Merkur og kynningar sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sveitarstjórn samþykkir að heimila auglýsingu á tillögu að breytingu aðalskipulags Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breytingin gerir ráð fyrir því að um 5,0 ha. frístundahúsalands í Mörk, verði að landbúnaðarlandi.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Kauptilboð í Yrpuholt

Lögð fram þrjú kauptilboð frá Fasteignamiðstöðinni í Yrpuholt, Flóahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá Guðjóni Sigurðssyni, dags. 28 apríl 2011.


Gerður er fyrirvari um að um staðgreiðslutilboð sé að ræða og að ekki verði um frekari kröfur að ræða af hálfu samningsaðila varðandi Yrpuholt.


Einnig er gerður fyrirvari um að skrifað verði undir kaupsamning fyrir 31. maí 2011.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Gamla Þingborg

Tekið fyrir erindi frá Guðbjörgu Jónsdóttur og Gauta Gunnarssyni dags. 29. apríl 2011 þar sem þau óska eftir því að fá hluta af húsnæði Gömlu Þingborgar til afnota.


Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Guðbjörgu og Gauta.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Grenjavinnsla 2011

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Birgi Örn Arnarson um grenjavinnuslu í Flóahreppi frá 15. maí 2011 – 31. júlí 2011.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Beiðni um námsleyfi starfsmanns Flóaskóla

Tekin fyrir umsókn frá Þorbjörgu Vilhjálmsdóttur um leyfi án launa skólaárið 2011-2012. Fyrir fundi liggur jákvæð umsögn skólastjóra ásamt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun námsleyfis í 12 mánuði.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Beiðni um utanlögheimilisskólavistun

Tekin fyrir umsókn um námsvistun barns utan lögheimilissveitarfélags. Barnið á lögheimili í Flóahreppi og óskað er eftir því að nemandi fái að stunda nám við Vallaskóla á Selfossi skólaárið 2011-2012.


Sveitarstjórn samþykkir námsvistun barnsins í Vallaskóla með fyrirvara um að ekki verður um skólaakstur að ræða af hálfu sveitarfélagsins þar sem skólaakstur á Selfoss fellur niður frá og með næsta hausti.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Erindi frá nefndasviði Alþingis

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagna við frumvarp til sveitarstjórnarlaga, laga um grunnskóla, laga um orlof og laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.


Sveitarstjórn gerir athugasemd við 117. gr. frumvarps um sveitarstjórnarlög þar sem gert er ráð fyrir dagsektum sveitarstjórnarmanna. Slíkt ákvæði hlýtur að virka letjandi til starfa á þessum vettvangi.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Erindi frá hestamannafélaginu Sleipni

Lagt fram erindi frá hestamannafélaginu Sleipni dags. 26. apríl 2011 þar sem óskað er eftir samstarfi við Flóahrepp til reksturs æskulýðsstarfs félagsins.


Sveitarstjórn samþykkir að gera þjónustusamning um samstarf í æskulýðsmálum, kr. 200.000, til eins árs til reynslu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Beiðni um styrkveitingu fyrir sunnlenska sveitadaginn

Lagt fram erindi frá Jötunn Vélum ehf dags. 26. apríl 2011 þar sem óskað er eftir því að Flóahreppur styrki hátíðina Sunnlenska sveitadaginn að upphæð kr. 50.000.


Sveitarstjórn sér ekki færi á að styrkja hátíðina að þessu sinni.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Ísland 2010

Lagt fram erindi til kynningar á ritinu Íslandi 2010, atvinnuháttum og menningu.


Sveitarstjórn samþykkir að taka ekki þátt í verkefninu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar Flóahrepps


Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 6. apríl 2011 lögð fram.


b) Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa


Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 6. apríl 2011 lögð fram.


c) Atvinnu- og umhverfisnefndar


Fundargerð atvinnu- og umhverfisnefndar Flóahrepps dags. 6. apríl 2011 lögð fram.


Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í hreinsunarátak í sveitarfélaginu sbr. lið 2.


Varðandi lið 6 þá bendir sveitarstjórn á að aðalskipulag Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi hefur öðlast staðfestingu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


d) Vinnuhóps um húsnæði Krakkaborgar


Fundargerðir vinnuhóps um húsnæði Krakkaborgar dags. 19. apríl og 27. apríl 2011 lagðar fram.


e) Þjórsársveita


Fundargerð Þjórsársveita dags. 18. apríl 2011 lögð fram til kynningar.



  1. Til kynningar:

a) 201. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 8. apríl 2011


b) 299. og 300. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 28. mars og 4. apríl 2011


c) Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. dags. 28. mars 2011


d) Ályktun frá 15. sambandsþingi íþróttasambands fatlaðra


e) Ráðstefna um orku- og auðlindamál sveitarfélaga



  1. Önnur mál:

a) Samstarfssamningur um sameiginlegt starfssvæði félagsþjónustu uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps


Lögð fram drög að samstarfssamningi um sameiginlegt starfssvæði félagsþjónustu uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Samstarfssamningur gerir ráð fyrir því að eitt sveitarfélaganna verði umsjónarsveitarfélag og fái greiddar fyrir það samtals kr. 78.000 á mánuði.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


b) Fundargerð fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 28. apríl 2011 lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:15




Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)


Elín Höskuldsdóttir (sign)


Hilda Pálmadóttir (sign)


Svanhvít Hermannsdóttir (sign)


Margrét Sigurðardóttir (sign)

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð