Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin helgina 27. - 29. maí. Þar verður margt á boðstólum til skemmtunar og auðgunar andans. Dagskrána má sjá í heild sinni hér neðar.
Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin helgina 27. – 29. maí. Þar verður margt á boðstólum til skemmtunar og auðgunar andans. Dagskrána má sjá í heild sinni hér neðar.
Fjör í Flóa
Fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi 27. – 29. maí 2011
Alla helgina stendur yfir ratleikur um sveitarfélagið. Lykil að ratleiknum er hægt að fá í
einhverju félagsheimilanna. Skila þarf úrlausnum í síðasta lagi kl. 16:00 á sunnudeginum, hægt er að skila í hvaða félagsheimili sem er. Haft verður samband við vinningshafann eftir helgina, verðlaun í boði.
Föstudagur 27. maí
Kl. 10:00-16:00 Skrifstofa Flóahrepps, opið hús, allir velkomnir, ljósmyndir frá leik og starfi Flóahrepps, heitt kaffi á könnunni.
Kl. 11:00-17:00 Ullarvinnslan í Þingborg, (Gamla Þingborg). Sýnt verður handunnið band.
Kl. 11:00-18:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu, í Tungu er lítil verslun full af fallegum vörum fyrirheimilið. Einnig skart og handverk eftir íslenskt listafólk. Heitt á könnunni og góður sumardrykkur. Verið velkomin, gestgjafar: Sóley Andrésdóttir og Björgvin Njáll Ingólfsson.
Kl. 10:00-13:00 Leikskólinn Krakkaborg, opið hús, allir velkomnir að sjá börn í leik og starfi, einnig er hægt að skoða listaverk eftir börnin.
Kl. 13:00-18:00 Tré og list, Forsæti III, Sigurlín Grímsdóttir, Votamýri opnar myndlistarsýningu kl. 14:00. Gestgjafar: Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir.
Kl. 14:00-20:00 Þingborg Batiksýning, Katrín H. Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson verða með myndverk og klæði unnin með batiktækni, vaxteikningu. Vinnan felst í því, að efni, t.d. léreft, er einangrað með bráðnu vaxi og litað í litavatni eins oft og litirnir eru margir. Það verður að teikna og skipuleggja verkið fyrirfram og litlu hægt að breyta eftir að verkið er hafið. Þessa listvinnu hafa þau Katrín og Stefán stundað meira og minna í 40 ár. Teikningarnar styðjast við vinnubrögð eða staðhætti fyrri tíma til sjós og lands, en auk þess eru á sýningunni nokkrar víkingamyndir. Þetta er ekki nema einungis lítill hluti þeirra teikninga, sem þau Katrín og Stefán hafa unnið á ferli sínum. Sýningin verður opin alla helgina og að auki frá 30. maí til 3. júní frá kl. 11:00-20:00.
Kl. 14:00 – 20:00 Þingborg, Kvenfélags Hraungerðishrepps verður með kaffisölu.
Kl. 20:30 Þjórsárver – Grill, reiptog og o.fl., Ungmennafélagið Vaka stendur fyrir dagskrá við íþróttavöllinn. Heitt verður í kolunum og minnum við fólk á að koma með eitthvað með sér til að skella á grillið. Eftir að allir hafa borðað nægju sína verður létt skemmtiatriði í boði Leikdeildar Vöku og svo tekur við hin sí vinsæla reiptogkeppni, auk þess sem steðjinn frægi verður á staðnum. Höfðingjar reiptogsliðanna í ár verða þeir Siggi í Hamarskoti, nýkrýndur fyndnasti maður Suðurlands og Ágúst á Langstöðum en hann er gamalreyndur kappi í bransanum enda hefur hann tekið þátt í reiptoginu öll árin frá upphafi. Fróðlegt verður að sjá hverja þeir velja með sér og heyrst hefur að þetta verði hörku keppni. Allir velkomnir
Kl. 23:00 Þjórsárver, ball með Stuðlabandinu, Aðgangseyrir: 2000
Laugardagur 28. maí
Kl. 9:00 – 12:00 í Þingborg, morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtæka á Suðurlandi. Allir velkomnir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat. Kvenfélag Hraungerðishrepps sér um morgunmatinn. Frá kl. 9:00 er tombóla á vegum kvenfélagsins, fyrstur kemur fyrstur fær. Þá verða einnig til sýnis smádýr og hænuungar að skríða úr eggjum.
Kl. 10:00-12:00 / 16:00-18:00 Þingborg, Leikir, andlitsmálun og hestar á staðnum
Kl. 13:00- 17:00 Íslenski bærinn, Austur Meðalholtum opið hús.
Kl. 13:00 Kríu Kráin, Keppni um Álmanninn, þríþraut sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi. Í þetta sinn verður keppt í ólympískri þríþraut, keppnin hefst kl. 13:00 við sundlaugina í Laugarskarði í Hveragerði. Sjá nánar á krian.is t.d. í sambandi við skráningu.
Kl. 13:00:00-18:00 Þingborg Batiksýning, Katrín H. Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson verða með myndverk og klæði unnin með batiktækni, vaxteikningu.
Kl. 11:00-18:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu, Í Tungu er lítil verslun full af fallegum vörum fyrir heimilið. Einnig skart og handverk eftir íslenskt listafólk. Heitt á könnunni og góður sumardrykkur. Verið velkomin.
Kl. 12:00 – 18:00 Þingborg, Kvenfélags Hraungerðishrepps verður með kaffisölu.
Kl. 11:00-18:00 Gaulverjaskóli – Farfuglaheimilið, það verður opið hús hjá þeim hjónum Oddnýju Guðmundsdóttur og Gesti Kristinssyni. En þau hjón breyttu barnaskólanum í glæsilegt farfuglaheimili.
Kl. 10:00-17:00 Ullarvinnslan í Þingborg, (Gamla Þingborg). Sýnt verður handunnið band.
Kl. 11:00-14:00 Brandshús 4, opið hús, Haughænur, Paradísarhænur og Silki hænur verða til sýnis, nýklaktir ungar á vappi og hvítar bréfdúfur fljúga um, þá er hægt að kaupa ný egg og fræðast um fuglana. Gestgjafar: Ragnar Sigurjónsson og Oddný Stefánsdóttir
Kl. 11:00 – 18:00 Félagslundur – Sýningar, sölubásar o.fl.: Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk, sýning á hálsbindum í eigu Hákonar Sigurgrímssonar. Systurnar frá Syðra- Velli þær Margrét og Anna Dóra Jónsdætur verða með prjónahönnun úr lopa. Þá verða fjölbreytt handverk til sýnis og sölu m.a. má nefna brjóstsykursgerð sem Svandís Guðmundsdóttir verður með, kynnir og sýnir hvernig hún býr til brjóstsykur, mun hún gera það kl. 13:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Ásdís Finnsdóttir sýnir textílvörur og ýmiskonar merkingar. Vilborg Magnúsdóttir er með glerlistaverk og gjafakort til sýnis og sölu. Þuríður Einarsdóttir er með ýmiskonar skartgripi unna úr unglambaskinni til sýnis og sölu. GALLERÝ RÓSIN, systurnar Guðrún Sigurrós Poulsen og Lena K. Poulsen sýna og selja prjónavörur, trévörur, glervörur og skartgripi. Kjartan Kristján Jónsson, handverk úr tré m.a. tölur úr ærhornum, hrútshornum, hreindýrahornum, skaft á ostaskera og smjörhnífa. Renndir lampar og skálar. Samanlímdar skálar, klukkur úr trjárótum, útsagaðir hrútar, hestar, laxaflugur og margt fleira. Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki frá Löngumýri verður með afurðir úr rabbarbara til sölu. Ung dama Sigrún Stefánsdóttir, Vorsabæ verður með tombólu til styrktar góðu málefnis. Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps verður með kökubasar og ætlar einnig hafa frítt kaffi á könnum fyrir gesti á milli 11:00-18:00. Sjón er sögu ríkari endilega kíkið við.
Kl. 12:00 Gaulverjabæjarkirkja, barna-og fjölskylduguðþjónusta hjá sr. Óskari Hafsteini Óskarssyni, eftir guðjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á grillaðar pylsur í boði Villingaholtskirkju.
Kl. 13:30-16:00 Félagslundur, brúðuleikhús, það er þýski brúðugerðarmaðurinn Bernd Ogrodnik sem mun sýna brúðusýningu um Gilitrutt, sýningin höfðar jafnt til barna og fullorðinna. Glímusýning í boði Umf. Samhygðar.
Kl. 13:00-18:00 Tré og list, Forsæti III, opið hús á verkstæði Ólafs. Þar verða þau Sigga á Grund og Ólafur við vinnu og spjall.
Kl. 14:00 – 16:00 Ferðamannafjárhúsið Egilsstaðakoti, opið hús. Gestum gefst tækifæri til að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina. Gestgjafi: Þorsteinn Logi Einarsson
Kl. 13:00-17:00 Þingborg, Veronika Narfadóttir og Bjarni Stefánsson í Túni verða með lifandi minka til sýnis, hægt verður að sjá afurðir af minkaskinnum á kvöldvökunni sem verður í Þingborg síðar um kvöldið.
Kl. 20:30 Þingborg kvöldvaka, – Eggert feldskeri verður með kynningu á flíkum unnum úr erlendum og íslenskum skinnum t.d. minnka- og lambaskinnum. Spurningakeppni, leikþáttur og Spottarnir spila létt lög en þetta band hefur spilað víðsvegar um landið. Léttar veitingar til sölu.
Sunnudagur 29. maí
Kl. 10:00-17:00 Ullarvinnslan í Þingborg, (Gamla Þingborg). Sýnt verður handunnið band.
Kl. 11:00-18:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu, í Tungu er lítil verslun full af fallegum vörum fyrir heimilið. Einnig skart og handverk eftir íslenskt listafólk. Heitt á könnunni og góður sumardrykkur. Verið velkomin.
Kl. 11:00-20:00 Þingborg Batiksýning, Katrín H. Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson verða með myndverk og klæði unnin með batiktækni, vaxteikningu o.fl.
Kl. 11:00 – 20:00 Þingborg, Kvenfélags Hraungerðishrepps verður með kaffisölu.
Kl. 11:00 – 18:00 Félagslundur – Sýningar, sölubásar o.fl.: Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk, sýning á hálsbindum í eigu Hákonar Sigurgrímssonar. Systurnar frá Syðra- Velli þær Margrét og Anna Dóra Jónsdætur verða með prjónahönnun úr lopa. Fjölbreytt handverk til sýnis og sölu, sjá nánar dagskrá laugardags.
Kl. 12:00-16:00 Ferðaþjónustan Vatnsholti, opið hús, kaffi, kleinur og súkkulaðibitakökur á boðstólnum. Gestgjafar: Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir
Kl. 12:00-17:00 Ölvisholt, Opið hesthús og sjálfvirk fóðrun fyrir reiðhesta. Hér má skoða lausagönguhesthús / opið hesthús ásamt sjálfvirku fóðurkerfi fyrir hey og kjarnfóður sem henta jafnt fyrir reiðhesta í lausagöngu og í stíum en ennfremur fyrir útigang. Hesthúsið er búið að vera í notkun í tvö ár. Opið hús verður sunnudaginn 29. maí kl. 12.00 – 17.00 en einnig má hafa samband í síma 892 1340 eða 856 1132 og koma á öðrum tímum ef það hentar betur.
Kl. 13:00- 17:00 Íslenski bærinn, Austur Meðalholtum opið hús.
Kl. 13:00-18:00 Tré og list, Forsæti III, myndlistarsýning Sigurlínar Grímsdóttur, einnig hægt að skoða ljósmyndir Ólafs af eldgosinu í Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli 2010.
Kl. 13:00 -18:00 Þjórsárver, sýning á verkum fimm ungra kvenna: Ingunn Bjarkadóttir, Margrét Ósk Ingjaldsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, Hanna Einarsdóttir og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir. Kaffihlaðborð á viðráðanlegu verði og flóamarkaðurinn umtalaði á sínum stað.
Kl. 13:00-16:00 Flóaskóli, Opið hús, sýning á verkum nemenda, hægt að skoða skólann og nemendur verða með opna sjoppu.
Kl. 13:30 Flóaskóli, Héraðsmót HSK í stafsetningu, nú er um að gera að rifja upp stafsetningareglurnar og láta ljós sitt skína. Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegri keppni. Verðlaunaafhending að móti loknu.
Kl. 14:00 -16:00 Þjórsárver, Töframaðurinn Jonni (Jón Víðir Jakobsson) kemur í heimsókn,
hann hefur starfað sem töframaður í yfir 10 ár og er meðlimur í hinum virtu alþjóðlegu samtökum töframanna, IBM (International Brotherhood of Magicians). Þá verða til sýnis fornvélar og torfærugrind. Björgunarsveit Árborgar verður á staðnum með kassaklifur og kynningu á ungliðastarfi.
Kl. 16:30 Félagslundur, Gönguferð að hellunum í Haugslandi, lagt verður af stað frá
Félagslundi.
Undirbúningsnefnd Fjörs í Flóa býður gesti velkomna og vonast til að allir njóti þeirra flottu viðburða sem í boði eru, sjón er sögu ríkari.
Sjá dagskrá einnig á www.floahreppur.is