Föstudaginn 27. maí opna Gauti og Guðbjörg, bændur á Læk í Flóa, nýja verslun með sunnlenskar landbúnaðarafurðir.
Föstudaginn 27. maí opna Gauti og Guðbjörg, bændur á Læk í Flóa, nýja verslun með sunnlenskar landbúnaðarafurðir.
Verslunin hefur fengið nafnið Búbót og er staðsett í Gömlu-Þingborg. Opnunartími Búbótar í tengslum við sveitahátíðina Fjör í Flóa verður eftirfarandi: Föstudag kl. 14:00-18:00, laugardag og sunnudag kl. 10:00-17:00 Til að byrja með verða m.a. kjötvörur og garðávextir til sölu en seinna tínast fleiri vöruflokkar inn. Það er von eigenda Búbótar að þessi starfssemi falli Sunnlendingum í geð og þeir finni eitthvað við sitt hæfi í versluninni.