Sunnudaginn 10. apríl var hátíðin Hestafjör haldin í fyrsta skipti en vegna hestaveikinnar var hún slegin af í fyrra. Að henni stóðu hestamannafélögin á Suðurlandi og tóku sex félög þátt auk gesta.
Sunnudaginn 10. apríl var hátíðin Hestafjör haldin í fyrsta skipti en vegna hestaveikinnar var hún slegin af í fyrra. Að henni stóðu hestamannafélögin á Suðurlandi og tóku sex félög þátt auk gesta.
Hátíðin tókst vonum framar og tóku þátt í henni börn og ungmenni frá hestamannafélögunum, Sleipni, Sindra, Ljúf, Háfeta, Smára og Geysi. Þar að auki var gestaatriði frá Hendingu. Íslandsmeistarar Geysis voru með sýningu, sirkusatriði og leynigestur mætti.
Þátttakendur í sýningaatriðum barna og ungmenna voru um 100 talsins og þar af voru 29 frá Sleipni.
Stefnt er að því að gera þessa hátíð að árlegum viðburði.