Frá Menningarráði Suðurlands:
Fyrirlestur um Svitahof í íslensku samhengi.
Guðmundur Oddur Magnússon
Fimmtudaginn 14. apríl – kl 20:00
Háskólasetrinu
Glaðheimum, Tryggvagötu 36,
Selfossi
Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands heldur fyrirlestur um hið svokallaða Svitahof (Sweat Lodge) og tengsl þess við Ísland. Farið verður yfir mögulegar tengingar Shamanisma og Ásatrúar í tengslum við svitahofið, seiðkonur, seiðskratta og galdra. Einnig verður farið yfir 20 ára sögu svitahofsins í íslenskum samtíma.
Áhugamannahópur um gerð fornra jarðhýsa á Íslandi.
Fyrirlesturinn er ókeypis og styrktur af Menningarráði Suðurlands.