Fundargerð 97. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 16. mars 2011
Fundartími: 20:00 – 24:00
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Svanhvít Hermannsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.
Gestir fundarins eru Auðunn Guðjónsson endurskoðandi og Alma Anna Oddsdóttir, fulltrúi Flóahrepps í félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Á fundi liggur frammi:
Boðun landsþings og skráning þingfulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Skýrsla frá Háskóla Íslands um rannsókn á ofbeldi gegn konum.
Dagskrá:
Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2010 lagður fram til fyrri umræðu.
Á fundinn mætti Auðunn Guðjónsson endurskoðandi hjá KPMG og útskýrði reikninginn.
Samkvæmt ársreikningi er hagnaður um 24 mkr. hærri en áætlun fyrir árið 2010 gerði ráð fyrir eða 37 mkr. í stað 13,3 mkr.
Aðalsteinn fagnaði því að ársreikningur er lagður svo snemma fram og þakkaði Auðunni ásamt starfsfólki skrifstofu góð störf.
Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Auðunn víkur af fundi.
Tekin fyrir tillaga vinnuhóps um framtíðarskipan félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa, Hveragerði og Ölfusi sem frestað var á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Á fundinn mætti Alma Anna Oddsdóttir fulltrúi sveitarfélagsins í félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og fór yfir tillögu vinnuhóps með sveitarstjórn.
Samkvæmt tillögu vinnuhóps er tilgangur samstarfsins að efla samstarf milli sveitarfélaganna á sviði félagsþjónustu með það að markmiði að minnka faglega einangrun starfsmanna og bæta þjónustu við íbúana. Niðurstaða hópsins er að skipuð verði ein sameiginleg fimm manna velferðarnefnd fyrir svæðið og að ráðinn verði einn sameiginlegur félagsmálastjóri er hefur yfirumsjón með félagsþjónustu sveitarfélaganna, sjái um stefnumótun og öll erfiðari mál. Jafnframt verði starfandi félagsráðgjafi á hverju svæði sem sér um öll almenn störf í samræmi við reglur þar um.
Sveitarstjórn leggur til að gerð verði tillaga um sjö manna velferðarnefnd í stað fimm manna nefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfinu og felur Ölmu Önnu Oddsdóttur að vinna að nánari útfærslu og samningi um þjónustuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Alma víkur af fundi.
a) Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, Hróarsholti
Tekin fyrir beiðni dags. 21. febrúar 2011 um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi, í landi Hróarsholts.
Óskað er eftir því að 15,5 ha lands verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn samþykkir að um óverulega breytingu sé að ræða sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010 sem ekki muni hafa áhrif á einstaka aðila né notkun.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave 9. apríl 2011 verði í Félagslundi fyrir þá sem lögheimili eiga í Flóahreppi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa óinnheimtanleg opinber gjöld sem eru til innheimtu hjá sýslumanni, að upphæð kr. 642.506 samkvæmt meðfylgjandi yfirliti frá Sýslumanninum á Selfossi.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar, niðurstaða skoðanakönnunar um hitaveitu í neðrihluta Flóahrepps. Svarhlutfall var 44% svarhlutfall. 29 sögðu já, 27 sögðu nei, 3 voru óvissir af 132 heimilum sem fengu skoðanakönnun.
Lögð fram til kynningar, tillaga að akstursleiðum fyrir skólaakstur 2011-2012 í Flóaskóla.
Lagt fram til kynningar, svar Innanríkisráðuneytis dags. 2. mars 2011 vegna áskorunar sveitarstjórnar Flóahrepps til ráðherra um að farið verði í vegbætur á vegum í sveitarfélaginu.
Í bréfinu kemur fram að erindinu verði vísað til Vegagerðarinnar til meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar.
Lagt fram erindi frá Almannavörnum Árnessýslu vegna vettvangsstjórnunarnámskeiðs sem halda á fyrir fulltrúa í aðgerðastjórnum sveitarfélaga í Árnessýslu.
Sveitarstjórn samþykkir að senda Stefán Helgason sem sinn fulltrúa úr aðgerðastjórn Flóahrepps á námskeiðið.
Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu máls.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Lagt fram erindi fræðslunefndar dags. 14. mars 2011 vegna íbúafundar um leikskólamál.
Niðurstaða nefndar er sú að ekki sé ástæða að svo komu máli, til að stofna vinnuhóp varðandi málefni leikskólans.
Sveitarstjórn samþykkir að boða til fundar með fræðslunefnd á næstunni til að ræða málið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Lagt fram til kynningar, erindi frá nefndasviði Alþingis.
Lögð fram auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2011 um framboð til stjórnar og varastjórnar sjóðsins.
Bókun samþykkt með 5 atkvæðum.
Lögð fram beiðni um styrk frá blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga dags. febrúar 2011 vegna ferðar til Svíþjóðar.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja sveitina um 20.000 kr.
Hilda Pálmadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð fram beiðni um styrk frá Specialisterne á Íslandi dags. mars 2011 til koma af stað starfsemi hérlendis.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
a) Sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 2. mars 2011 lögð fram.
b) Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir
Fundargerð samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir í Flóahreppi dags. 24. febrúar 2011 lögð fram.
a) 197. og 198. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 5. janúar og 24. febrúar 2011
Sveitarstjórn vill koma þeirri ábendingu til stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands að fundargerðir séu ítarlegri þannig að þau aðildarsveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn geti fylgst betur með starfsemi stöðvarinnar.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
b) Erindi vegna Flóaáveitu
c) Tölvupóstur frá SEEDS dags. 10. mars 2011
d) Tölvupóstur frá Umboðsmanni barna dags. 2. mars 2011
e) Ályktun stjórnar félags leikskólakennara dags. 22. febrúar 2011
f) Umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga dags. 9. febrúar 2011
g) Áætlun um greiðslur framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011
a) Fulltrúi Flóahrepps á aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Sveitarstjórn samþykkir að Margrét Sigurðardóttir verði fulltrúi Flóahrepps á aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 24:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir, (sign)
Hilda Pálmadóttir, (sign)
Svanhvít Hermannsdóttir, (sign)
Margrét Sigurðardóttir, (sign)