Sveitarstjórn hefur samþykkt að taka þátt í samstarfi við uppsveitir Árnessýslu, Ölfus og Hveragerði um framtíðarskipan félagsþjónustu á svæðinu.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að taka þátt í samstarfi við uppsveitir Árnessýslu, Ölfus og Hveragerði um framtíðarskipan félagsþjónustu á svæðinu.
Tilgangurinn með stækkun félagsþjónustusvæðisins er að minnka faglega einangrun starfsmanna og bæta þjónustu við íbúana. Stefnt er að því að skipa eina velferðarnefnd fyrir svæðið og að ráðinn verði einn sameiginlegur félagsmálastjóri er hefur yfirumsjón með félagsþjónustu sveitarfélaganna, sjái um stefnumótun og öll erfiðari mál. Jafnframt verði starfandi félagsráðgjafi á hverju svæði sem sér um öll almenn störf í samræmi við reglur þar um.
Sveitarstjórn samþykkti að fela Ölmu Önnu Oddsdóttur að vinna að nánari útfærslu og samningi um þjónustuna fyrir hönd sveitarfélagsins