Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2012-2014.
Áætlun byggir á fjárhagsáætlun 2011 og gerir ráð fyrir föstu verðlagi miðað við lok þess árs. Þó er gert ráð fyrir 2,5% verðbótum á langtímakröfur og langtímaskuldir. Reiknað er með óbreyttum árlegum skatttekjum á tímabilinu miðað við fjárhagsáætlun 2011. Almennt er gert ráð fyrir óbreyttum rekstri málaflokka á tímabilinu.
Framkvæmdir og fjárfestingar eru áætlaðar 50 mkr. árlega, samtals 150 mkr. á tímabilinu.
Ekki er gert ráð fyrir neinum lántökum á tímabilinu.