Á næstu dögum ætti fasteignaeigendum í Flóahreppi að berast skoðanakönnun um áhuga á hitaveitu.
Á næstu dögum ætti fasteignaeigendum í Flóahreppi að berast skoðanakönnun um áhuga á hitaveitu. Könnunin nær ekki yfir allt sveitarfélagið en sjá má á mynd hér til hliðar hvaða svæði er um að ræða. Ef einhver/einhverjir eiga fasteign á þessu svæði en fá ekki póst frá sveitarfélaginu á næstunni eru viðkomandi beðnir að hafa samband við skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370.