Laugardaginn 5. febrúar s.l. voru haldnir hátíðartónleikar í Villingaholtskirkju í tengslum við vígslu nýs orgels og 100 ára afmælis kirkjunnar á árinu.
Laugardaginn 5. febrúar s.l. voru haldnir hátíðartónleikar í Villingaholtskirkju í tengslum við vígslu nýs orgels og 100 ára afmælis kirkjunnar á árinu.
Kirkjukór kirkjunnar sem síðar sameinaðist kirkjukór Hraungerðiskirkju, fjármagnaði kaupin á orgelinu en fyrir margt löngu stofnuðu kórfélagar sjóð til endurnýjunar á hljóðfæri kirkjunnar. Fólk lagði ætluð laun og annað fé til sjóðsins. Seldur var broddur frá bændum og búaliði, basarsölur voru settar upp til fjáröflunar, þar sem m.a. var selt handunnið prjónles og einnig bakkelsi frá kórfélögum og sóknarbörnum. Ónafngreindir kórfélagar og fleiri aðilar gáfu stórar peningagjafir til minningar um látna kórfélaga, ástvini og sveitunga. Sóknarnefndir kirkjunnar hafa séð um varðveislu orgelsjóðsins. Árangurinn er nú sýnilegur í formi Ahlborn orgelsins sem hlotið hefur vígslu til afnota í kirkjunni í þágu allra sóknarbarna og kirkjugesta.
Á hátíðartónleikum léku eftirtaldir organistar valin orgelverk: