Leikskólinn Krakkaborg óskar eftir leikskólakennara í 90% deildarstjórastöðu.
Leikskólinn Krakkaborg óskar eftir leikskólakennara í 90% deildarstjórastöðu.
Leikskólinn er staðsettur 8 km austur af Selfossi og er 3ja deilda.
Óskað er eftir jákvæðum, skapandi og metnaðarfullum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í nánu samstarfi við stjórnendur.
Umsóknafrestur er til 3.febrúar 2011.
Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans www.leikskolinn.is/krakkaborg
undir flipanum um leikskólann – starfsumsóknir.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Karen Viðarsdóttir leikskólastjóri í síma 482-3085 eða með því að senda fyrirspurnir á karen@floahreppur.is.