Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennafélaginu Baldri er Sunna Skeggjadóttir. Sunna er fjölhæfur íþróttamaður og sem dæmi um árangur hennar má nefna að í aldursflokkamóti HSK í Laugardalshöll varð hún í 1. sæti í kúluvarpi, kastaði 6,61 m. og í 2. sæti í 800 m. hlaupi sem hún hljóp á 3,11 mín.
Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennafélaginu Baldri er Sunna Skeggjadóttir. Sunna er fjölhæfur íþróttamaður og sem dæmi um árangur hennar má nefna að í aldursflokkamóti HSK í Laugardalshöll varð hún í 1. sæti í kúluvarpi, kastaði 6,61 m. og í 2. sæti í 800 m. hlaupi sem hún hljóp á 3,11 mín.
Sunna komst á Íslandsmeistaramót 11-14 ára innanhúss og keppti þar fyrir hönd HSK og einnig tók hún þátt í MÍ 11-14 ára utanhúss og þar varð Sunna íslandsmeistari í 4×100 m. boðhlaupi þar sem hennar sveit sigraði með nokkrum yfirburðum á tímanum 61,44 mín. Auk þessa tók Sunna þátt í Þingborgarmótinu 1. maí, aldursflokkamóti HSK í Þorlákshöfn í júni og Flóamótinu í ágúst.