Haraldur Einarsson frá Urriðafossi var nýlega kjörinn íþróttamaður ársins hjá ungmennafélaginu Vöku í Flóahreppi.
Haraldur Einarsson frá Urriðafossi var nýlega kjörinn íþróttamaður ársins hjá ungmennafélaginu Vöku í Flóahreppi. Haraldur sló á síðasta ári fjölda meta og á m.a. HSK met innanhúss í 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. Haraldur var sunnlendingur vikunnar í þessari viku og þar má lesa að hann setur stefnuna á Ólympíuleikana 2016.