Ungmennafélagið Vaka býður til sinnar árlegu skötuveislu á Þorláksmessu.
Ungmennafélagið Vaka býður til sinnar árlegu skötuveislu á Þorláksmessu.
Veislan er sem fyrr í Þjórsárveri og hefst klukkan
12:00. Boðið verður upp á gæða skötu ásamt meðlæti, en einnig
verður saltfiskur á borðum fyrir þá sem það kjósa. Kaffi og
konfekt á eftir. Verðið er sanngjarnt eins og alltaf:
Fullorðnir 2000 kr.
Börn 6–12 ára 500 kr
Börn yngri en 6 ára borða frítt
Við hvetjum alla til að taka sér smá hvíld frá jólaösinni, eiga
notalega stund með vinum og nágrönnum og njóta þess að borða
góðan mat.