• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 1. desember 2010

Fundur sveitarstjórnar 1. desember 2010

2. desember 2010
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundargerð 92. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 1. desember 2010


Fundartími: 20:00 – 23:40


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Árni Eiríksson


Elín Höskuldsdóttir


Hilda Pálmadóttir


Svanhvít Hermannsdóttir


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.


Dagskrá:




  1. Skipulagsmál

a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps


Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 18. nóvember 2010 ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa dags.27. október og10. nóvember 2010.


Sveitarstjórn fjallar um liði nr. 1 og nr. 18 í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 10. nóvember 2010 og staðfestir þá.


Einnig fjallar sveitarstjórn um liði nr. 15, nr. 16 og nr. 17 í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 17. október 2010 og staðfestir þá.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


b) Landskipti, Grænhólar


Tekið fyrir erindi frá Lögmönnum Suðurlands dags. 11. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna landskipta úr jörðinni Grænhólum, landnúmer 189809.


Um er að ræða skipti á einni spildu, 9,8 ha.


Fyrir fundi liggur landskiptagjörð og hnitsettur uppdráttur dags. 6. nóvember 2008.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga enda sé aðgengi að báðum spildum tryggt og skriflegt samþykki aðliggjandi landeigenda fyrirliggjandi.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


c) Kærumál, Versalir


Lagt fram erindi frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 vegna deiliskipulags fyrir Versali í Flóahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsfulltrúa og lögfræðings sveitarfélagsins.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


d) Erindi frá Skipulagsstofnun vegna Eystri-Hellna


Lagt fram til kynningar, erindi frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags í landi Eystri-Hellna.


e) Erindi frá Veiðimálastofnun, smávirkjanir


Lagt fram erindi frá Veiðimálastofnun dags. 18. nóvember 2010 þar sem óskað er upplýsinga um vatnsaflsvirkjanir undir 10 MW sem starfandi eru í Flóahreppi.


Sveitarstjóra falið að svara erindi.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Flóahrepps 2011 tekin fyrir.


Fyrir fundi liggur tillaga að álagningu fasteignagjalda. Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum frá fyrra ári.


Álagning fasteignagjalda 2011


Fasteignaskattur er lagður á í þremur flokkum sem skiptast í eftirfarandi:


a-flokkur 0,50% af fasteignamati:


Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.


b-flokkur 1,32% af fasteignamati:


Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn


c-flokkur 1,35% af fasteignamati:


Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.


Vatnsgjald


Vatnsgjald verður 0,2% af fasteignamati eignar sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins.


Lágmarksálagning verður 6.000 kr. og hámarksálagning verður 18.000 kr. á íbúðar-og sumarhús.


Lóðarleiga er 1% af lóðamati.


Sorphirðu-og sorpeyðingargjald


Sorphirðugjald :


a) 240 lítra tunna 12.000 kr.


c) 660 lítra kar 19.520 kr.


d) 1100 lítra kar 27.328 kr.


Sorpeyðingargjald:


Íbúðir 8.800 kr.


Sumarhús 8.800 kr.


Atvinnurekstur iðnaðarhverfi 19.200 kr.


Atvinnurekstur lögbýli 10.400 kr.


Seyrulosun 7.000 kr.


Öll gjöld hafa sömu gjalddaga og fasteignaskatturinn og er innheimtu þeirra hagað á sama hátt.


Greiðslur sem eru 20.000 kr eða lægri eru með einn gjalddaga, 1. mars. Greiðslur sem eru 20.001 kr til 60.000 kr greiðast á þremur gjalddögum, 1. mars, 1. maí og 1. júlí. Greiðslur 60.001 kr. og hærri greiðast á fimm gjalddögum, 1. mars, 1. maí, 1.júlí, 1. september og 1. nóvember.


Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignagjalda, lóðarleigu, vatnsgjalda og sorphirðu- sorpeyðingar- og seyrulosunargjalda.


Einnig liggur fyrir fundi drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Sveitarstjórn samþykkir að bæta við 1.000.000 kr. í atvinnumál sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Fjárhagsáætlun Almannavarna Árnessýslu

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir Almannavarnir Árnessýslu 2011. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Samningur um snjómokstur

Lögð fram drög að tveimur samningum vegna snjómoksturs við Strá ehf/Fögrusteina ehf og Hellisbúið ehf.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við ofangreinda aðila.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Samningur fyrir hundafangara

Lögð fram drög að samningi fyrir sameiginlegan hundafangara í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við Ragnar Sigurjónsson samkvæmt fyrirliggjandi drögum og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við hann ásamt sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Þjónustusamningur við Árborg um málefni fatlaðra

Lagður fram þjónustusamningur við sveitarfélagið Árborg um sameiginleg verkefni þjónustusvæðisins vegna málefna fatlaðra.


Sveitarstjórn samþykkir saminginn fyrir sitt leyti en óskar eftir því að hann verði endurskoðaður í heild sinni eftir eitt ár.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Erindi frá SASS, umboð til stjórnar þjónustusvæðis

Lagt fram erindi frá SASS dags. 22. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umboði aðildarsveitarfélaga fyrir því að stjórn SASS myndi stjórn svæðis um þjónustu við fatlaða sbr. samning sem undirritaður var 14. september 2010.


Sveitarstjórn samþykkir ofangreint fyrir sitt leyti.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Drög að samþykktum fyrir atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps

Lögð fram drög að samþykkt fyrir atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps.


Málinu vísað til umsagnar nefndarinnar.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Akstur nefndarmanna Flóahrepps

Sveitarstjórn samþykkir að akstur sveitarstjórnarmanna á fasta fundi sveitarstjórnar sé greiddur samkvæmt uppgefnum kílómetrafjölda. Akstur á aðra fundi sem sveitarstjórnarmenn sækja sem fulltrúar sveitarfélagsins fá þeir greiddan samkvæmt akstursbók.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Æskulýðsnefnd

Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi aðilar sitji í nýrri nefnd sveitarfélagsins, Æskulýðs- og tómstundanefnd


Aðalmenn:


Anný Ingimarsdóttir formaður, Sigríður Björgvinsdóttir og Gauti Gunnarsson.


Varamenn:


Haukur Gíslason, Rannveig Árnadóttir og Elín Höskuldsdóttir.


Sveitarstjóra falið að boða til fyrsta fundar.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Tölvupóstur vegna biðlista í leikskólann Krakkaborg

Vísað til fundargerðar fræðslunefndar.



  1. Tilboð í símstöð fyrir Flóaskóla

Lagt fram tilboð í símstöð fyrir Flóaskóla frá SVAR tækni, kr. 616.637 m/vsk. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Erindi frá nefndasviði Alþingis, beiðni um umsögn

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis dags. 25. nóvember 2010 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni fatlaðra.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en bendir á að tími til umsagnar er allt of lítill.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Snorraverkefnið, beiðni um styrk

Lagt fram erindi frá Snorrasjóði dags. 8. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir styrk fyrir Snorraverkefnið allt að kr. 100.000.


Sveitarstjórn hafnar beiðninni.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Héraðssambandið Skarphéðinn, beiðni um styrk

Lagt fram erindi frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 12. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir styrk til viðbótar framlagi Héraðsnefndar Árnesinga.


Sveitarstjórn samþykkir óbreytt framlag frá fyrra ári.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Stígamót, beiðni um styrk

Lagt fram erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárframlagi.


Sveitarstjórn hafnar erindinu.


Samþykkt með 5 atkvæðum.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar Flóahrepps


Lagðar fram fundargerðir sveitarstjórnar dags. 3. nóvember og 25. nóvember 2010.


b) Fræðslunefndar


Lögð fram fundargerð fræðslunefndar dags. 25. nóvember 2010 ásamt bréfi frá starfsmönnum Krakkaborgar dags. 23. nóvember og tölvupósti dags. 21. nóvember vegna biðlista í leikskólann Krakkaborgar.


2 a) Sveitarstjórn samþykkir að bæta við 100% stöðugildi til að mæta aukinni þörf.


2 c) Sveitarstjórn staðfestir bókun fræðslunefndar varðandi starfsmannafundi.


Aðrir liðir fundargerðar eru til kynningar.


Samþykkt með 5 atkvæðum.


c) Félagsmálanefndar


Lögð fram fundargerð félagsmálanefndar dags. 3. nóvember 2010.


d) Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir


Lagðar fram fundargerðir samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir í Flóahreppi og Árborg dags. 5. nóvember og 18. nóvember 2010.



  1. Til kynningar:

a) 438. fundur SASS dags. 12. nóvember 2010


b) 1. fundur þjónustusvæðis málefna fatlaðra dags. 12. október 2010


c) 2. fundur þjónustusvæðis málefna fatlaðra dags. 12. nóvember 2010


d) 196. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 18. nóvember 2010


e) 295. og 296. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 5. október og 18. nóvember 2010


f) 9. fundur Almannavarna Árnessýslu dags. 29. október 2010


g) Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 29. október, 9. nóvember og 17. nóvember 2010


h) Erindi frá Bændasamtökum Íslands


i) Erindi frá SAMAN hópnum



  1. Önnur mál:

a) Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, Gegnishólapartur


Lagt fram erindi Verkfræðistofu Suðurlands dags.16. nóvember 2010, f.h. landeigenda, þar sem óskað er að gerð verði breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015 vegna spildu úr landi Gegnishólaparts.


Erindi frestað.




Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:40




Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)


Elín Höskuldsdóttir, (sign)


Hilda Pálmadóttir, (sign)


Svanhvít Hermannsdóttir, (sign)


Margrét Sigurðardóttir, (sign)





Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð