Nú er að mestu lokið framkvæmdum við nýja vatnslögn í Flóahreppi. Verið er að leggja lokahönd á malbikun vegþverana og lagningu efnis í reiðstíga með Flóavegi.
Nú er að mestu lokið framkvæmdum við nýja vatnslögn í Flóahreppi. Verið er að leggja lokahönd á malbikun vegþverana og lagningu efnis í reiðstíga með Flóavegi.
Lögð var 250 mm sver lögn frá sveitarfélagamörkum Árborgar og Flóahrepps, meðfram Flóavegi að Langholtsvegi og þaðan 225 mm sver lögn að Þingborg. Einnig var lögð 180 mm sver lögn frá vatnsbólinu við Ruddakrók að Neistastöðum. Lagnaleiðir voru samtals um 13 km langar. Einnig verða settar upp tvær dælustöðvar, önnur við Þingborg og hin í landi Neistastaða til að dæla vatni í miðlunargeymi við Ruddakrók og eru framkvæmdir við byggingu dæluhúsa hafnar. Það var verktakafyrirtækið RBG sem annaðist lagnavinnu. Fyrirtækið stóð sig mjög vel, bæði hvað varðar tímaáætlanir, umgengni og frágang.