Tónleikaröð félagsheimila Flóahrepps lauk föstudaginn 29. október með tónleikum Benny Crespo´s Gang sem haldnir voru í Félagslundi.
Tónleikaröð félagsheimila Flóahrepps lauk föstudaginn 29. október með tónleikum Benny Crespo´s Gang sem haldnir voru í Félagslundi.
Hljómsveitin sem skipuð er frábærum tónlistarmönnum, hélt uppi rafmagnaðri stemningu. Fyrir tónleikana hitaði trúbadorinn Helgi Valur upp.
Áður höfðu Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson skemmt í Þingborg í byrjun október og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Stefán Helgi Stefánsson tenór og Ólafur B. Ólafsson undirleikari voru með söngdagskrá í Þjórsárveri 15. október.
Þessi tónleikaröð var undirbúin og skipulögð af rekstarstjórn og húsvörðum félagsheimila Flóahrepps og eiga þau hrós skilið fyrir frábært framtak.