Dínamít með hvellettu fannst í holuðum steini þegar verið var að jafna út ruðningi vegna vegagerðar að svokallaðri Flóðgátt, upptökum Flóaáveitunnar við Hvítá.
Dínamít með hvellettu fannst í holuðum steini þegar verið var að jafna út ruðningi vegna vegagerðar að svokallaðri Flóðgátt, upptökum Flóaáveitunnar við Hvítá.
Gröfustjóri við framkvæmdirnar tók eftir nokkrum steinum sem greinilega höfðu verið holaðir fyrir dínamítsprengjur. Hann flutti steinana að Flóðgáttinni til geymslu en sá þegar hann var affermdi skóflu gröfunnar, að sprengja var í einum steinanna og þegar betur var að gáð var hvelletta enn í henni.
Verktakinn brást rétt við, hafði samband við lögreglu sem hafði samband við Landhelgisgæsluna en starfsmenn hennar komu austur fyrir fjall og gerðu viðeigandi ráðstafanir við sprengjuna sem er frá því á þriðja áratug síðustu aldar.