Fundargerð 91. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 25. nóvember 2010
Fundartími: 09:30 – 09:50
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Árni Eiríksson
Elín Höskuldsdóttir
Hilda Pálmadóttir
Gauti Gunnarsson
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Kjörskrá Flóahrepps vegna stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 hefur verið yfirfarin og samþykkt af sveitarstjórn.
Gerðar voru eftirfarandi breytingar á kjörskrá:
Bryndís Jarþrúður Gunnarsdóttir kt. 130158-2859 og Þorfinnur Guðnason kt. 040359-5919 voru vegna mistaka, skráð í Dalsmynni í Flóahreppi í stað Bláskógabyggðar og hafa verið felld út úr kjörskrá Flóahrepps.
Á kjörskrá eru þá 430 manns, 235 karlar og 195 konur.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,28%. Gerður er fyrirvari um að ef lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:50
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)
Elín Höskuldsdóttir, (sign)
Hilda Pálmadóttir, (sign)
Gauti Gunnarsson, (sign)
Margrét Sigurðardóttir, (sign)