Um fimmtíu manns mætti á tónleika með Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, sópran og Stefáni Helga Stefánssyni, tenór ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni sem haldnir voru í Þjórsárveri 15. október s.l.
Um fimmtíu manns mætti á tónleika með Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, sópran og Stefáni Helga Stefánssyni, tenór ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni sem haldnir voru í Þjórsárveri 15. október s.l. Nafnið á tónleikunum er dregið af ætterni söngvaranna en Ingibjörg Aldís er barnabarn Sigurveigar Hjaltedsted og Stefán er barnabarnabarn Stefáns Íslandi. Þau fluttu innlend og erlend sönglög, meðal annars lagið Flóahreppur, lag og texti eftir Ólaf. Tónleikarnir voru stórkostlegir og náðu hámarki þegar að tenórinn fékk tvo aðstoðarmenn á sviðið til sín og setti þá í „tenórstellingar“ sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má sjá hér til vinstri undir myndasafn, Hjaltested og Íslandi í Þjórsárveri.