Það var vaskur flokkur íbúa Flóahrepps og foreldra nemenda í Flóaskóla sem mætti í sjálfboðavinnu í skólann þriðjudagskvöldið 24. ágúst. Hópurinn kom saman til að þrífa kennslustofur í nýbyggingunni og flytja húsgögn og lögðu þar með sitt af mörkum til að skólahald hefjist á réttum tíma. Meðfylgjandi er mynd af hópnum í kaffipásu. Skólasetning verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 14 í Þjórsárveri.
Það var vaskur flokkur íbúa Flóahrepps og foreldra nemenda í Flóaskóla sem mætti í sjálfboðavinnu í skólann þriðjudagskvöldið 24. ágúst. Hópurinn kom saman til að þrífa kennslustofur í nýbyggingunni og flytja húsgögn og lögðu þar með sitt af mörkum til að skólahald hefjist á réttum tíma. Meðfylgjandi er mynd af hópnum í kaffipásu. Skólasetning verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 14 í Þjórsárveri.